Tileinkað kostnaðarmönnum kvæðanna minna, einstökum og öllum þeim | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tileinkað kostnaðarmönnum kvæðanna minna, einstökum og öllum þeim

Fyrsta ljóðlína:Ef léð ei hefðir lund og eignir þínar
bls.215–216
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) fimmkvætt: AbAbAbCC
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1923
1.
Ef léð ei hefðir lund og eignir þínar,
að leiða og klæða þenna förugest,
í þagnarauðn, með allar firrur sínar,
til endaloka kyrr ’ann hefði sest,
sem marklaust skjal um skemmtistundir mínar
úr skrifum týnt – og það fór kannske best!
Í ykkar þökk hann þorir út i heiminn,
en þykist rýr – og samt er hann ekki feiminn.
2.
Eg býð of smátt – en ekki það, eg þerri
samt þegnlund ykkar mína galla á!
Og sá kvað einn, og öðrum vítum verri,
hér vanti yl, sem hróðurkvæðin ljá –
því eg bauð aldrei fríðri konu hverri
sem kynntist eg og girndaraugum sá,
um hennar trú að tefla mínum óði,
og tapa síðan bæði fljóði og ljóði!
3.
Eg átti ei snilld. En viljann ykkur vígi,
og vinsemd kysi launin tvenn og þrenn. –
Sú sögn, að dauðir ljóði, er ekki lygi,
því liðnir kveða úr haugum sínum enn!
Þó nótt og þögn á hvílur okkar hnígi
og heiti engir framar: Vestanmenn,
þá, ef til vill, sér skyggn, á kyrrum kveldum
hjá kumblum okkar blik af vafur-eldum.