Jóhönnuraunir - sjötta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jóhönnuraunir 6

Jóhönnuraunir - sjötta ríma

JÓHÖNNURAUNIR
Fyrsta ljóðlína:Þjóð má kæta kvæða ræða
Viðm.ártal:≈ 1775
Flokkur:Rímur
1.
Þjóð má kæta kvæða ræða
klið ef hlýða lýðir á,
blóð ágæta blæðir æða
blásið Kvásis rásum frá.
2.
Rómur kvikar, raða aðrir
renndar sendu hendingar,
lómur Hnikars hraðar fjaðrir
hræra fær minn nær sem þar.
3.
Færi vinir fyrstar vistir
funheit unan dunar að,
læri hinir listaþyrstir
lag hið fagra bragar það.
4.
Smiðir gæða góðir ljóða,
gamansamir frama með,
kliðinn fræða' ef fróðir bjóða
fírugt dýra hýrist geð.
5.
Bið eg haga bræður kvæða,
binda' í yndi myndir brags,
styðja, laga, græða, glæða;
glansann mansöngs stansar lags.

– — —

6.
Sundur detta svaka sekur
svara varar marinn vann:
Undir þetta taka tekur,
talið halur ala kann.
7.
Við þann hæsta gróða góða
geri' eg sverjá þér mín frú!
friðinn glæstan fljóðið rjóða
fær með æru skær í trú.
8.
Mitt skal lífið mætt í hættu
metið setja betur en það,
fyrir vífið grætt því gættu
grómlynd blóma sóma að.
9.
Gramur fagnar fríðra lýða
flótta dóttur ótt ef sér,
amur þagnar, þýðan blíða
þá dæmd sæmdar alræmd er.
10.
Orð þín, maður! artug skarta,
allvel kalla' eg falli mér,
þú ber hraður hjartans parta
hýra dýrust sýrin tér.
11.
Lengur að dylja deyr þitt eyra
dáða-fjáður sjáðu það,
fenginn vilja freyr mátt heyra:
Frú er eg sú þú leitar að.
12.
Ef minn föður í eyði' af reiði
ítrast nýtan líta fæ
munda' eg glöð og greiðan breiði
glaðan faðminn að og hlæ.
13.
Yndis arma andar handa
eyðir greiðir neyðar grands,
fyrst eik harma vandráðs vanda
vinnur að finna linna-sands.
14.
Burtu máttu bráð til dáða
búast, frúin! nú með mér,
föður láttu láðsins ráða
lindann yndis binda' að þér.
15.
Elli saddur sáran tára
sætan ætíð grætur þig,
af þér gladdur grár till hára
gætinn lætur kæta sig.
16.
Fagnaðar-dagur fríður síðan
fenginn lengi gengis stár,
yndis-hagur og íðilblíðan
ugglaus bruggast huggun klár.
17.
Margrætt hvað sem hafa' í skrafi
hér um berar, svo fer þó,
til af stað í tafa vafi
teina reinin hrein sig bjó.
18.
Því næst rása reiðar greiðir
rakkar frakkir sprakkann bifs.
Dæstir blása breiðar leiðir
brátt í átt að gáttum Ibs.
19.
Gleðjast réðu hjónin hreinu
hæru-skæran nær hann sjá,
prýði meður prjóna-reinu
plaga fagran hag að tjá.
20.
Fáein dægur falar dvalir
fýris-mýra stýrir sáðs,
hyggjuþægur hjalróms-sali
hleður gleði meður ráðs.
21.
Tilbar frétta: hjónin hreina
handlaug vanda randagrér,
svanni á þetta sjónar-steina
setur metin betri hér.
22.
Hals sér hring á hendi kvendi,
hyggur fryggjan trygg að því,
gæslu slyng í grennd að vendi,
gjör spyr hyrjar byr á ný.
23.
Menið góða glaða hvaðan
gefist hefir sefi! þér?
Baugatróða bað nú hraðan
beygir treyju segja sér.
24.
Ansar rjóður afbragðs skrafa
yngva slyngur stings og tér:
Faðir góður gaf án vafa
glossans fossa hnossið mér.
25.
Nú er spurn í nausti raustu
nennir enn að kenna drós:
Bóndi! hverninn hraustur hlaustu
hlunnviggs brunna sunnuljós?
26.
Ibe hengir höfuðið niður,
hraður kvað til staðar þá:
Silkistreng var vafinn viður
varnar farna barni á.
27.
Sprundið fregnar, spurn þó hjarni,
sparar svar: Hvar var það jóð?
Þegninn gegnir: Þarna er barnið
þú, sem nú sér, frú mín góð.
28.
Nipurt letrað nisti' úr kistu
njótur spjóta fljótur tók,
reifa-tetra rista' í listu
og ríu-trýjur hlýjar skók.
29.
Roðnar herkin rósin drósa,
ræðuæðin blæðir há,
liðs eru merkin ljós að kjósa,
lista þyrstan kvist eg á.
30.
Liljur þandi lyndis glófa
lof vandandi banda-gná
útbreiðandi yndis lófa,
uppstandandi' að vanda þá.
31.
Faðm útgleiðir frjáls af falsi,
fríðan síðan blíðust drós,
hendur breiðir hals að hálsi
hljóms með sóma blóma-rós.
32.
Kristi besta lesist lysta
lofgjörð skorðuð orðum með,
eg nýhresst af flestu' hið fyrsta
fundinn kund um stund fæ séð.
33.
Blessist fagur skýrt og skarti,
skrýðist smíði prýðinnar,
þessi dagur birtubjarti
svo bunan duni ununar.
34.
Æ! minn æsku eðla niðji!
æran skæra næri þig,
mestrar gæsku meðöl styðji
og marghæf gæfa ævinlig.
35.
Hjartagóður kveðjum kvaddi,
kyssti lista-rist á ný,
bjartrar móður geðið gladdi,
glæðist mæða ræðu-frí.
36.
Stundir lyndis blanda bindast
bandi' vandandi elsku-gróms,
fundir yndis-anda myndast
sem alstandandi mandel blóms.
37.
Geðs um svæði glaðar slóðir
griða-friður ryðast að,
gleðjast bæði maður og móðir,
mæðan skæða hræðist það.
38.
Blíðu hyrinn hjónin hreinan
hýran tilbýr víra-hlökk,
síðan fyrir sveininn eina
sætan lætur kæta þökk.
39.
Fagri röddu, fús að reisa,
ferðir verða' að herða senn,
hjónin kvöddu húss og leysa
hófa'- og rófu- þófdýren.
40.
Hryggða-mæddum hlýnar óni
herða gerðu ferða-þys,
söðla þræddu fín á fróni
fírug dýr til Trevíris.
41.
Fékk sér þaðan far á marar
fáki' um rákir kráku-hjúps,
blástur hraður bar þá hara
og bylur allt til roghyl-djúps.
42.
Léns um skansinn skundar sunda
skyndi- vinda- hindin lóns,
hvins þeim dansi hrundi undan
hundur bundinn lunda-fróns.
43.
Eins og vona, ylgja fólgin
ýtum nýtum flýtir runs,
til Lisbonar bylgja bólgin
bar sem snarast marinn unns.
44.
Detta þáttur þreyttur mætti,
það veit sveitin leit þá dvín,
settur háttur hreyttur hætti,
heiti hann: streitu þreyta mín.