Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Niðurlag bréfs | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Niðurlag bréfs

Fyrsta ljóðlína:Hvort sem jeg geng um blómstur-skreytta braut
bls.73
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Neðanmál stendur: "[Orkt fyrir konu í Grindavík. Höf.]"
Hvort sem ég geng um blómstur-skreytta braut,
á björtu vori' er morgundöggin glansar
og sólarljóminn gyllir græna laut
og Gleym-mér-ei- við blíð-andvara dansar,
og Hármey hvít og Fjóla fagurblá
og Fífill gullni' og Sóley röðulskæra
mér brosa mót á bökkum lækjar smá,
og býðst mig allt að gleðja' og endurnæra  –

eða ég ráfa' um svört og svarðarlaus
sandrokin hraun, í rökkri vetrar grímu,
þars drangar teygja draugalegan haus
frá dimmum gjám í undursjóna skímu,
og yfir loftið sveima svipill ský,
er sindra glóð með þrumuslögum hörðu, –
ég vil samt geyma varmri minnig í
þá vinu sem ég besta fann á jörðu.