Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Allt í hendi guðsFyrsta ljóðlína:Himinsjóli, allra drótta drottinn
Höfundur:Jakob Thorarensen*
Heimild:Jakob Thorarensen: Skáldverk IV. bls.156
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1917
Skýringar
Birtist í Ísafold 39. tbl. 1917, bls. 2, síðan í ljóðabókinni Sprettum, 1919.
Himnasjóli, allra drótta drottinn,
dagsins gjafi og þúsund sólna vald. Hvað er að þér — ertu' úr völdum dottinn eða bilað mildi þinnar hald? Hvað er að þér — ertu á ljósi þreyttur? Áttu, guð, við skuggavætti mök? Hví er myrkur? Eitthvað ertu breyttur. Aldafaðir, seg þín duldu rök. Seg þín rök að leyfa heift og heimsku höfuðvald, en glata viti og dáð. Þessir tímar grafa Krist í gleymsku. Guð á hæðum, veiztu engin ráð? Er ei unt að krýndir skálkar skilji og skelfist sína glæpasmognu sál? Sendu líkn að kanna harmsins hylji; henni er löngu fótaferðar mál. Sollin tár og blóði drifnar bænir brenna senn þínn dýrðarofna stól. Á þig stúrið gervalt mannkyn mænir, mikli guð, og þráir yl og skjól. Aldrei stóðstu svona firna fjarri; fólst þín tign er sárast hrópað var? Aldrei reyndist fálát þögn þín færri, því fast er reynt að hlera guðdómssvar. Enn um skeið á drottins dýrð skal trúa og dreyma þessa himinbundnu náð, — enn um stund að helgum drefjum hlúa og hlakka til að gæzkan leggi láð. En meðan belja blóðs og neyðarelfur og brothljóð þrymja' um endilangan heim, dýrðartildrið titrar alt og skelfur, tómhljóð glymja' í hindurvitnum þeim. |