Jóhönnuraunir - fimmta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jóhönnuraunir 5

Jóhönnuraunir - fimmta ríma

JÓHÖNNURAUNIR
Fyrsta ljóðlína:Sandhúss grunda svanur járs
bls.38–51
Viðm.ártal:≈ 1775
1.
Sandhúss grunda svanur járs
svara-fjöðrum meður
enn vill skunda hlé á Hárs,
hvatur stunda veiði frárs.
2.
Eyða mæði einatt hér
ýta kátu mengi
starblinds flæða straumarner
ef stiklu-ræða kveðin er.
3.
Eddu-greina orðum hér
ekki kem eg niður,
enda neinar að þú sér
eg þær meina horfnar mér.
4.
Örðugan rétta á eg krók
og illan greiða flóka,
efni þetta', er að mér tók,
er samsett á þýskri bók.
5.
Hyggju-láða hugur prófs
hátt sér ætla náði,
eftir ráðum epla-þjófs
ekki náð til meðalhófs.
6.
Bráðni, deyðist, flýi frá,
fúni, réni, dvíni,
hjaðni, meiðist, detti' í dá,
doðni' og eyðist raunaþrá.
7.
Dansi, hljómi, dylli hér,
drýgist, þróist, grói,
glansi, ljómi, lýsi mér
ljóðablómi' og kraftarner.

* * *

8.
Falinn kera Bölverks bjór
beið um hríð og áði
þar reisa gerir randaþór,
rauna-sveru leita fór.
9.
Langar víða rásir rann
reiðar knúður glaður,
kastala fríða kanna vann,
kotin víða og borgir hann.
10.
Njósnir fékk af hverjum hal
hann, sem finna kunni,
um hið þekka vífaval,
var með ekka hans umtal.
11.
Loksins hitti fólk í Frans
funa Ránar hlynur,
leit ei styttist listamanns
lýða mitt um byggðakrans.
12.
Einn þar heitir Akvisgran,
íðilgóður staður,
þangað þeytir gjarða gan
gegnum sveitir Baktrían.
13.
Meyjan bleif þar menntafín,
meiðum klæða réði,
kurteis greifi Karólín'
kunni dreifa glæðum Rín.
14.
Bauð þorngrundu — var þess von —
vænan trúnað hjóna
um þær mundir öðlings son
á allar lundir, frá Pólon.
15.
Karólína neita nam
njóti hneita vitur,
ei vill fínan ástarham
auðgrund sýna þessum gram.
16.
Hafði boðið hennar þjóð
hólmgangs skilmings sálma,
en það stoðar ekki fljóð,
enginn roð við honum stóð.
17.
Einhvern traustan fljóð vill fá
fleina vænan reynir,
sem felli hraustan foldu á
fortakslaust, ef vinnast má.
18.
Neinn ei halur þetta þar
þorir meir að gera;
af því falur enginn var
yggjar-valur brúði skar.
19.
Jóhannes nær frægur fljótt
finnur menn í ranni
þetta fær að fregna skjótt
um fagra mær af lýða drótt.
20.
Ferðalúinn fýsast vann
fría eyju glóa.
Segið frú — hann svara kann —
sá er hér nú sem reynir hann!
21.
Þjóðin færir þessi svör
þráða blíðri tróðu.
Hjalar mærin hyggjuvör,
hverr sá væri stála-bör?
22.
Riddari ungur einn er það
æðis fríður maður,
reiðar-lung hér renndi að,
ræða tungur svo talað.
23.
Hvarmaljósin hefir sá
hrein sem funann Rínar.
Þagnar drósin þýðust þá,
þanka-rósin litum brá.
24.
Þá flagðið dökkva forna féll
fyrir dellings* arfa
jórar hrökkva fleins um fell,
fráir stökkva' í randasmell.
25.
Jóhann enga hafði hnár
Hænirs glens á túni
hlíf né stöng í hrotta fár
hildar söngva æsir klár.
26.
Pólskur herra hleypti þó
hár að stæring svarra;
hinn nam sperra karska kló,
klótið verra af sér sló.
27.
Annarri mundu maðurinn þá
meiðir skíða náði,
eins og hundi fleygði frá
Fjalars sprundið græna á.
28.
Frægðum taptur fljótt upp þó
fýkur vakur hrókur,
fleina raftur dör út dró,
dristugt aftur til hans sló.
29.
Hin réð glöggva hetjan slyng
hjörinn beran gera,
reiðir snöggur randbæsing,
ristir höggið tvíbyrðing.
30.
Lenti sárið læri hjá,
linaðist genju-hlynur,
svo að fári færi frá
fól sig dárinn vald hans á.
31.
Lausnir gefur, líf og frið,
lúraður kjöri' að fara;
en hann tefur ekki við,
ótta hefir manntetrið.
32.
Riddarinn fríði renndi burt
randa-vinds af grundu,
strax frá lýði krýndur kurt,
klár með prýði, svo er spurt.
33.
Yggur knífa eftir það
ötull hvetur gota,
álfur hlífa enn spyr að
öðling vífa í hverjum stað.
34.
Lundur ávallt linna frí
leitina hvatur þreytir
norður allt til Normandí
njósnir galt um staði og bý.
35.
Við svo kannað hyggst nú hann
hætta þreyttur mætti;
foreldranna finnur rann,
fagnaðar sanna ljósið brann.
36.
Erinda sinna efnin ný
einart hjónum greinir,
beiddi hlynna þau að því
ef þetta vinna kynni frí.
37.
Ó! þú kæri — Ibe tér —
og minn fagri mögur!
ekkert færi á því er
að það lærir þú af mér.
38.
Að þér tekið efnin vönd
yfrið gróf þú hefir,
vígs sem sekur víst með grönd
víða rekist einn um lönd.
39.
En einhvern tíma hringa hrund
hefir hér farið nærri,
með sorgar líma' á samri stund,
segir mér ýmu-veðra grund.
40.
Fara næ eg því með þér,
þar um spyrja gjörum
um þá bæi alla hér
er næst lægju skógarner.
41.
Já! — hin snotra kempan kvað —
klæðast söðla-glaðir;
reisa gotar greitt af stað,
geysa kota-bænum að.
42.
Spurnir þuldu' um fagurt fljóð
fallega allavega,
öll þá duldi þessa þjóð,
þagnir guldu svara-jóð.
43.
Koti einu komu að
klæða' um síðir rjóðar;
ekkja hrein þeim stýrði stað,
stígla-reynu spyrja' um það.
44.
Fyrir árum fimmtán nær
fríð um hríð hér áði,
andlits klár og afbragðs skær
með ekka sárum hreinleg mær.
45.
Aftur um haustið hvarf á burt
héðan brúðurin tjáða,
ekki hraust, en eg hefi' spurt
að í klaustur fór nokkurt.
46.
Hefi' eg ei meira henni frá
heyrt um langan tíma;
og ekki fleira' — hún þagnar þá —
þundar geira hlýddu á.
47.
Hérna máttú heyra það
hvað um fríða líður,
lýsi-gátt, sem leita að,
ljúfur áttú — Ibe kvað.
48.
Eg mun aftur hverfa hér
heim svo komi í tíma.
Þar áfram raftur fleina fer,
fylgi kraftur hæða þér!
49.
Síðan skjóma kvistur klár
klaustrið fýstist gista,
meyju óma fetar frár
ferða sóma valur knár.
50.
Klausturs finnur kennilýð,
kýs að þjóna honum,
nú ef kynni nokkra tíð
nema' og minnast lærdóms smíð.
51.
Vel þeim leist á vænan hal,
veittu brátt því þetta;
kærleiks reisti tamur tal
við tjarnar-gneista lofna val.
52.
Hyggja kunni hringa þar
hlíðum að sá maður;
ein var nunna af sem bar
öðrum sunnum mar-glóðar.
53.
Leitar færis listamann
lilju-sól við tala,
annað lærir ekki hann
oft þó hræri mál-þvarann.
54.
Ævintýrum mörgum með
manna og svinnra kvenna,
af borgum dýrum títt fær téð
og tróðunum hýrum segja réð.
55.
Um hauðrið segist hafa vítt
hvervetna þar farið;
geðið hneigist fljóða frítt,
frétta teygist málið blítt.
56.
Svari tærir sváfnis sands
sjöfn við stefni lofnar:
ættir væri hvar helst hans?
Hjaldurs stærir gefur ans:
57.
Þjóð alls konar hyggjuhlý
hreina Jón mig greinir,
beint mig vona' eg birti því
bóndason af Normandí.
58. Metnað fylltur fékk eg far
fríðar þjóðir skoða.
Hrundin milt gaf honum svar:
Hefurðu siglt til Lisbonar?
59.
Kempan slyng með svara þjel:
Satt það jáði; hún tjáði:
Lifir öðling Vilhjálm vel
vanur að pyngja gróttu mél?
60.
Víst lifandi vel hann var,
völdum heldur snilldar.
Í hvaða standi einn er þar
Alexander prýðinnar?
61.
Álfur bráður aftur tér
íguls lagar daga:
Hirðir dáða hilmis er
hæsta ráð og Cansellér'.
62.
Þegar hann sagði þetta hér
þráða blíðri tróðu
roðna' að bragði ristil sér,
ræðan þagði burt hún fer. —
63.
Öðru sinni aftur vann
ennþá nunnu' að finna,
hafið þér kynni haft — kvað hann —
hilmis svinna' í Lisbons rann?
64.
Eg hefi spurt af ýta sveit
áður fróðri þaðan
um hans kurt og herleggheit —
Hlés-elds jurtin mælti teit. —
65.
En mig grunar oft um það
annað finnast kunni —
Ægisbruna yggur kvað —
af yður muni sanntalað.
66.
Ef Jóhanna ein þú ert
öðlings Vilhjálms dóttir
guðs himnanna góð svo vert
ger hið sanna opinbert.
67.
Varðar nokkru þig um það
þó eg sé eða' eigi?
Hugar-þokka hreyfir kvað:
hringa-dokku leita' eg að.
68.
Hugsótt beygir hilmir mjeg
hætt af dóttur flótta
hartnær dreginn hels á veg —
hún þá segir: Það veit ég!
69.
Muntú sendur, maður! að ná
mærinnar dýru fjöri.
Örvabendir ansar þá:
En — hér lendir kvæðaskrá.
70.
Léttur svala ljóma príms,
lækkar bekkur drykkjar,
dettur sala góma gríms,
glettu fala óma stíms.Athugagreinar

24.2 dellings] < derlíngs 1904.
56.1 sváfnis] < svafnis