Jóhanna Eiríksdóttir Kúld (s.hl.) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (2701)
Afmæliskvæði  (13)
Ástarljóð  (32)
Biblíuljóð  (2)
Bæjavísur  (2)
Bænir og vers  (22)
Eddukvæði  (30)
Eftirmæli  (36)
Ellikvæði  (6)
Formannavísur  (16)
Gamankvæði  (30)
Grýlukvæði  (5)
Harmljóð  (1)
Háðkvæði  (4)
Heilræði  (10)
Heimsádeilur  (7)
Helgikvæði  (44)
Hestavísur  (1)
Jóðmæli  (3)
Jólaljóð  (5)
Kappakvæði  (5)
Lífsspeki  (5)
Ljóðabréf  (18)
Náttúruljóð  (50)
Rímur  (203)
Sagnadansar  (33)
Sagnakvæði  (4)
Sálmar  (388)
Sorgarljóð  (1)
Sónarljóð  (13)
Særingar  (1)
Söguljóð  (9)
Tíðavísur  (15)
Tregaljóð  (6)
Vetrarkvæði  (2)
Vikivakar  (13)
Vögguljóð  (5)
Ýkjukvæði  (5)
Þorrakvæði  (4)
Þululjóð  (4)
Þulur  (2)
Ævikvæði  (5)

Jóhanna Eiríksdóttir Kúld (s.hl.)

Fyrsta ljóðlína:Hún er dáin, horfin út í dauðann
bls.216
Bragarháttur:Fornyrðislag
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1869

Skýringar

Dáin 18. maí 1869
Ey veit ég standa
iðjagræna
undir heimskauti
í höfum norður,
þars um miðnætti
marar öldur
svipi sveipa
í segulljósum.

Láta þar löngum
lagar bárur
fimlega framið
forna leiki,
og alhvítan
Ægir breiðir
silfurdúk
fyrir sólar herra.

Þar stóð á eyju
í ástarfriði
bjartleitt blóm
búið yndi;
sýndist meyja
fyrir manna sjónum,
en daglilja
fyrir drottins augum.

Faðir og móðir
mjúkum höndum
henni hjúkruðu
og hjarta prýddu,
bölvi bægðu
og birtu létu
skæra skína
á skamman blóma.

En unnusti
við aðra hlið
vatt að vegfagri
vonar augum –
dáð var í draumi,
dagur í fjarska –
braust morgunsól
af marar öldu.

Lyftu höfði
við ljóss komu
blómknappar bundnir
böndum grnum,
hugðu að himneskar
hrynja mundu
morgundöggvar
af meginblóma.

Hún er dáin, horfin út í dauðann!
Hún er liðin, þessi bjarta sól!
Og vér störum geiminn út í auðan –
allt er hljótt og dimmt um jarðar ból.
Geisla slær á grasi vaxið leiði –
gráttu, móðir! Þín var þessi mey!
En í gröf er eilíft ljós og heiði,
auga dauðlegt þó það sjái ei.

Hún er dökknuð, himinstjarnan gljáa,
hún er dáin, þessi fagra sól –
nei, hún líður gegnum bogann bláa
björtum nærri himins-engla stól.
geislarák ég sé í lofti líða:
Logarúnum skrifar nornin köld
ítrar meyjar ævistafinn fríða
eilífðar á fagurbláan skjöld.

Gæska hjartans, gáfur andans ljósar
geisla bjart við minnisskjaldar hvel;
fjör og dyggð og fegurð meyjarrósar:
Fast er það, þótt annað tæki hel.
Garðarsey, þú geymir dáinn blóma,
geisli hann á þig um alla tíð!
Yfir þínum tindum lít ég ljóma
ljóssins mey, sem var svo góð og blíð.