Sólstafirnir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sólstafirnir

Fyrsta ljóðlína:Sé ég margan sumaraftan
bls.12–13
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) OAOA
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1848
1.
Sé ég margan sumaraftan
sólina blika á vesturhafi,
svífur hún þá öldur yfir
og á þær ritar gyllta stafi.
2.
Oft hefir mig langað að lesa
letrið gyllta á vesturhafi,
en haföldurnar hafa risið
handan fyrir úr djúpu kafi
3.
og sagt: mér væri ei leyft að lesa
letrið gyllta á vesturhafi,
því dýrari mund en dauðleg hendi
dregið hefði’ upp þessa stafi.