Fleygiferð tímans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fleygiferð tímans

Fyrsta ljóðlína:Tíminn líður, Guð minn góður!
bls.10
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AbAbccDD
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Tíminn líður, Guð minn góður!
gefið mér sem hefir þú.
Ég til baka horfi hljóður,
hygg að förnum vegi nú:
Lengra’ en varði liðið er.
Lítt ég gæti þess, hve mér
ótt fram kastar ævi-straumur
eins og lífið væri draumur.
2.
Ævi langrar eiga að njóta
eftir vænti bernskan fyr;
þroskann seint ég þóttist hljóta,
þráði’ að liði tímarnir.
Nú er skeiði ærnu eytt;
aftur það ei fæst mér veitt.
Hvað mun eftir ævi-vegar?
Er hann máske genginn þegar?
3.
Og þó lengjast ævin kunni,
eins og frekast verða má,
allt að sama ber þó brunni:
bráðum líður tíminn hjá.
Hversu löng sem ævin er,
augnablik hún sýnist mér,
andans sjónum yfir hana
er ég renni á degi bana.
4.
Hvað er von og hvað er kvíði?
Hvers er vert um kjörin mín?
Eins og ský í lofti líði
lífsins sorg og gleði dvín.
Harðla stutt finnst lífsins leið,
leiki’ í hendi kjörin greið.
Löng hún finnst þá sorgin svíður.
Samt til enda jafn-ótt líður.
5.
Þrýtur lífið, þar að kemur,
það hvort stutt er eða Iangt.
Hinstu stund ei geð mitt gremur
gengið skeið þó væri strangt.
Þá mig gleður líka lítt
liðins tíma gengi blítt.
Þá ég lítt um heimiun hirði;
hann er mér þá einkis virði.
6.
Einkis vert á andláts stundu
allt er, drottinn! nema þú.
Þinni felast mega mundu,
mín er eina þörfin sú.
Kenn mér hana meta mest
meðan enn í dag á frest.
Kenn mér lifa’ í kærleik þínum.
Kenn mér taka dauða mínum.