Til Iðunnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til Iðunnar

Fyrsta ljóðlína:Nú ertu, Iðunn, orðin reið
Höfundur:Jón Thoroddsen
bls.187
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBacDcD
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Nú ertu, Iðunn, orðin reið
af þessu langa stímabraki,
að reyndi’ eg þig stolnu taka taki,
hefnd er því vís af handi þér;
en, heillin mín góða! gjör svo vel,
gettu þess eigi við hann Braga,
eg held hann ýfði á sér stél
ef honum bærist þessi saga.
2.
Ef það er satt, sem Ingjalds son
oss hefir sagt um Braga gamla:
hann ætti að brjóta allt og bramla
meinlaust ef hans er mælt við kvon:
hvað mundi’ hann segja þá um það,
það sem eg hafi langan tíma
án þess að fá neitt afrekað
um þína blíðu náð að stíma.


Athugagreinar

Fyrsta lína síðara erindis: sbr. kvæðið: „sjálfrar Iðunnar annar ver“ eftir Sveinbjörn Egilsson.