Á heimleið úr veri | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á heimleið úr veri

Fyrsta ljóðlína:Nær mun jeg koma á gróna grund
bls.100
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBacDcD
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Nær mun ég koma’ á gróna grund,
frá grámosuðum hrauna-breiðum
og þarahrönnum lyktar leiðum?
æ, löng mun áður líða stund!
Nú er ég þó að halda heim;
en hræðilega seint mér gengur;
ó að um þennan eiði-geim
ég ekki þyrfti’ að ráfa lengur.
2.
Mér er sem ég sé horflnn heim,
og hlíðar mínar gömlu skoði,
þá vorsins morgun- röðul -roði
er upp að renna yflr þeim;
og gljáir dögg í grænni laut
og glitra blóm og ilma runnar,
þar mesta yndis míns ég naut
á móðurbrjóstum náttúrunnar.
3.
En einhvern tíma síðsta sinn
ég sé þær fögru æsku slóðir.
Hvort mun það skeð? — æ Guð minn góði!
svo verði sjálfsagt vilji þinn!
En megi’ eg biðja’ — og hver veit hvað
til heilla kann þó bezt að gagna? —
mig heilan leið þú ættjörð að
og ástmenn heila lát mér fagna.
4.
Og einhvern tíma síðsta sinn
ég séð fæ náttúruna jarðar,
máske nú strax í hrauni harða, —
svo verði líka vilji þinn!
En, mætti’ eg kveða’ á stund og stað
nær stíg ég sporið ævi-slita:
í grænni laut — ég girnist það —
um gullbjart kvöld mig síðast vita.