Vormorgunn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vormorgunn

Fyrsta ljóðlína:Heilsar þú mér eitt sinn enn
bls.96–97
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBacDDc
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1870

Skýringar

Neðanmáls stendur: „[Orkt 1870. Þá hafði heilsa mín fengið meiri viðréttingu en líkindi voru til áður, sbr. “Haustkvöld„. Höf.]“
1.
Heilsar þú mér eitt sinn enn,
vordagsmorgun vonarfagur!
varma-blíður sumardagur
býðst að hressa brjóstið senn.
Vertu’ af’ hjarta velkominn!
Lof sé Guði, sem þig sendi,
sem mig geymdi föðurhendi,
svo ég lít nú ljómann þinn.
2.
Það var fyr, ég þóttist sjá
dauðans haustkvöld dimmt upp renna;
daginn lifa fram á þenna
eftir vænti’ eg ekki þá.
Enn nú samt ég aldurs nýt;
vonum lengri veittist frestur;
vonum framar endurhresstur
þessa dagsins Ijós ég lít.
3.
Lít ég nú frá ljósa heim
elsku Drottins ofan skína;
einnig skýin þetta sýna:
blíða’ og yndi brosa’ á þeim.
Himinn lítur hýrt á storð;
foldin breiðir faðminn móti,
frjóvgunar svo þráðrar njóti.
Lífið vekur Alvalds orð.
4.
Lífið skilur lífsins mál.
Skyldi mér ei skiljast þetta?
Skal til einkis mig við-rétta
lifsins Guð á lífi’ og sál?
Ó, ég skil og einnig finn
vorsins leik á lífsins borði.
Lífsins vaktur máttar-orði
þar í tek ég þáttinn minn.