Suptungs vilda eg bjórinn blanda * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Suptungs vilda eg bjórinn blanda *

Fyrsta ljóðlína:Suptungs vildi eg bjórinn blanda
bls.248–250
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) ferkvætt AAAo
Viðm.ártal:≈ 1400–1500
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Fjórða línan endar alltaf á „Máríá“.
1.
Suptungs vildi eg bjórinn blanda,
blessað vífið, yðr til handa,
þú ert herbergið heilags anda,
helgust jungfrú Máríá.
2.
Boðan engils, kveðjan kæra,
kom þér, Guð, fyrir brjóstið skæra,
í ljósinu má þér lofgjörð færa,
listug ungfrú Máríá.
3.
Ave Máríá, brúðrin blíða,
bar þér engill kveðju fríða,
lofið er af þér lesið víða,
listug jungfrú Máríá.
4.
Glerinu skærri og gulli betri
er gimsteinn vífa skrifuð í letri,
í himnum er þitt háleitt setrið,
helgust *jungfrú Máríá.
5.
Dagsbrún máttu dýrleg heita,
drottning himins og aumra sveita,
til þín *vilda eg líknar leita,
lofsæl jungfrú Máríá.
6.
Máríu lofsöng *vilda eg velja,
vísr fleiri en kann eg telja,
sál hans láttu ei, signuð, kvelja,
sancta virgo Máríá.
7.
Ave Máríá engill sagði,
orðin fleiri þar til lagði,
Flórens var þar fljótt að bragði,
fríðust jungfrú Máríá.
8.
Kallast máttu keisarans inna,
klerkar mega í bókum finna,
láttu oss mildiverkin vinna,
voldug jungfrú Máríá.
9.
Drottning fædd af Davíðs slektum,
*dýrlega prýdd af heimsins mektum,
veittu mér ég sjái við *sektum,
signuð *jungfrú Máríá.
10.
Dýrð og vegr þinn, drottning fljóða,
dauðleg tungan ei kann bjóða,
liljan fögr og rósin rjóða,
*ríkust jungfrú Máríá.
11.
Hvers manns er það hamingjugifta,
af hjarta og iðran vill sig *skrifta,
þig bið eg af mér syndum svipta,
signuð *jungfrú Máríá.
12.
Vond Aronis víf má kalla,
vegleg gekk upp musterispalla,
vannstu Salomons visku alla,
voldug *jungfrú Máríá.
13.
Láttu mig forðast löstu alla,
líkn er búin þeim á þig kalla,
þér vil eg feginn til fóta falla,
frúin skínandi Máríá.
14.
Föðr míns sál og frænda minna,
fel eg í *valdi náða þinna,
*kvölum og pínslum láttu oss linna,
líknsöm jungfrú Máríá.
15.
Þessar vísr og þúsund fleiri
*þá kann vanda prúðum meiri,
hef eg hans sál úr lyktum leiri,
líkt sem jungfrú Máríá.
16.
*Mun eg þess biðja, mater dei,
miskunn veittu, blessuð, ei,
pænas leystu patris mei,
per omnia secula.