Heiðló | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heiðló

Fyrsta ljóðlína:Velkominn dís minna drauma
bls.14
Viðm.ártal:≈ 0
Heiðló

1.
Velkominn dís minna drauma,
drottning í vorsins höll.
Bí þitt og brúna sjalið
bar yfir hugans mjöll.
Langa dimmviðrisdaga
dreymdi mig ljóð þín öll.
2.
Þúsund þjakandi vetur
þessa klakaða lands
varstu vorboðinn fyrsti,
vongjafinn bóndamanns,
um blár í brekku og mýri
beit fyrir kindur hans.
3.
Flugmóði ferðalangur,
fanginn myrkrinu í
blessar blak þinna vængja,
bí þitt og dirridí. –
Vorsins blíðustu brúði
ber við hin hvítu ský.