Ákall | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ákall

Fyrsta ljóðlína:Tigna Venus, dýrlega Pafos-drottning
bls.1991
Viðm.ártal:≈ 0
Tigna Venus, dýrlega Pafos-drottning,
dvel þig ei við Kípur, þinn óskabústað;
kom til Glísereu, sem fórn þér færir
fús þinnar líknar.

Ástaguðinn fríði og frjálsar dísir
fylgi þér í laushnepptum kyrtlum, einnig
Júventas og Merkúr, sem án þín eru
yndinu horfin.