Léttir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Léttir

Fyrsta ljóðlína:Léttir traustum, fimum fótum geysist
bls.88-89
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Léttir traustum, fimum fótum geysist,
fjörið tendrast — augun gneista, loga,
fáksins orka frjáls úr viðjum leysist,
— fram til marks sem þjóti ör af boga!
2.
Allt er gleymt um dagsins önn og angur,
aðeins fáksins töfraheimar vaka,
værðin hopar, hik og klyfjagangur,
— hreystin, lífið, orkan flug sitt taka!
3.
. . . Töltsins leyndu ljúflingsþræðir spinnast.
Léttum hug ég sporin áfeng teyga!
Fimi, mýkt og fegurð saman þrinnast.
Finnast meiri kostir dýrri veiga?
4.
Léttir ennþá lýsir margan daginn,
letrast sólskinsrúnum hversdagsvaðall.
Hófataksins töfrar skýra braginn,
töfrar fáksins, göfgi, snilli, aðall!