Göngur í Skagaheiði 2021 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Göngur í Skagaheiði 2021

Fyrsta ljóðlína:Kyrrðin og friðurinn fönguðu sál,
Viðm.ártal:≈ 0
Göngur í Skagaheiði 2021

Kyrrðin og friðurinn fönguðu sál,
mig fótvissi klárinn í sólrisi bar.
Til heiðar er seiddi með tindrandi tál,
á tjörnum hver fugl sína spegilmynd skar.
Og smalinn sá ungi sem fyrsta sinn fór
með föður í göngur, er nú orðinn stór.

Lagðprúðu ærnar með lömbin sín væn,
langaði fæstar að kveðja þá dýrð.
Gengdu þó smala sem bað þeirra bæn,
bráðum það vorar og aftur þú snýrð.
Fetandi götur sem formóðir gekk,
í fjarlægð er lífið á seli og stekk.