Ólína Jónasdóttir skáldkona | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólína Jónasdóttir skáldkona

Fyrsta ljóðlína:Hún lék sér í litla bænum
bls.11
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1992

1.
Hún lék sér í litla bænum,
lækurinn rann að sænum,
blómin vögguðu í blænum
í brekkunum iðjagrænum.
2.
Varð hún sem laufskrýdd lilja,
en lífið á margt að hylja.
Eitt er að unna og vilja,
annað að þjást og dylja.
3.
Bárurnar brotna og gnauða,
bjó hún við ströndina auða,
vökvaði rósina rauða,
reifuð í hvítadauða.
4.
Legstaður búinn hjá bænum,
brunar lækur að sænum,
blómin hnípin í blænum
í brekkunum fölvagrænum.