Svo hátt, svo hátt að himnar taki undir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Svo hátt, svo hátt að himnar taki undir

Fyrsta ljóðlína:Svo hátt, svo hátt, að himnar taki undir
bls.574
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Svo hátt, svo hátt, að himnar taki undir
þér hefja vil ég lofsöng, Drottinn minn,
og allar verur allar heimsins stundir
um allan geiminn mikli kærleik þinn.
2.
Svo djúpt, svo djúpt, að undirdjúpin ómi
um elsku’ og mátt þinn, Guð, ég syngja vil.
Í djúpi hafs og djúpi sálna hljómi
þér dýrðarsöngur enda heimsins til.
3.
Svo blítt, svo blítt, að veröld vikna hljóti,
mér veit, ó, Guð, að syngja’ um þína dýrð,
og allar sálir unaðssælu njóti,
sem ekki verður neinni tungu skýrð.