Vorljóð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vorljóð

Fyrsta ljóðlína:Eygló heit frá himinlund
bls.7
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1873
1.
Eygló heit frá himinlund
hlær við sveitarblóma:
sílareit og græna grund
gullnum skreytir blóma.
2.
Ljósa flaggið loksins á
liljum vaggar nýjum:
skúrir daggar drjúpa frá
dökkum sagga skýjum.
3.
Fuglinn líður lofts um geim,
land þá skrýðir blómi,
ljúfan víða heyri´ eg hreim
hans af blíða rómi.
4.
Margs er vís um vorsins fund,
vonum lýsir góðum;
þeim sem Ísa- geymir -grund
geldur prís í ljóðum.
1873