Sunnudagsnótt á þorra | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sunnudagsnótt á þorra

Fyrsta ljóðlína:Bleikfölur máni merlar glæra ísa
bls.113-114
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Bleikfölur máni merlar glæra ísa,
mannvanur draugur uppi á þaki gellur,
himinsins festing háar stjörnur lýsa,
hömlulaust blóð um þrútnar æðar svellur.
Af nöktum iljum naumast skrefhljóð rísa
er nakið hjú með syni bóndans fellur.
2.
Heitorðum anda ungar, rjóðar varir;
ástin er ljúf um kaldar vetrarnætur.
Bergvatnsá niðar viður votar skarir.
Vinkonu sína huldupiltur grætur.
Klóloðin rjúpa á næsta naumu hjarir
og náttblind tófa snapar frostnar rætur.
3.
Hryssurnar snúa höm í norðanvindinn,
halar kúnna liggja niðri í flórnum,
frosin er mýri og lögð er tæra lindin,
lagðsíðar kindur þynnast undir bjórnum.
Að morgni gleymist sælli meyju syndin
er sóknarprestur blessar allt úr kórnum.