SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3104)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Styrjöld 1939-1945Fyrsta ljóðlína:Friður er rofinn, frelsið í voða
Höfundur:Ingimar Bogason
bls.58-60
Viðm.ártal:≈ 0
1. Friður er rofinn, frelsið í voða,ferlegar ógnir svífa um geiminn. Hvað skyldu þau átök okkur boða sem undir sig vilja leggja heiminn? Íslendingar þeir unna frelsi. Ættjörð sinni þeir kröftum fórna, svo aldrei framar þá hefti helsi og heimalandi þeir fái að stjórna. 2. Þjóðareinkenni, mál og menning,má ei týnast í heimsins róti. Vígbúnaðarins villukenning vegur að mörgum banaspjóti. Hættan er ljós frá ýmsum áttum. Ötulir skulu standa á verði íslenskir menn í öllum háttum, svo enginn sjálfstæði vort hér skerði. 3. Ógnir, sem fylgja alheims stríði,ævilangt valda kvöl og pínu. Öryggisleysi, æstur kvíði, ef allir sjálfstæði tapa sínu. Sterkasta aflið öllu ræður og undir sig leggur smælingjana. Í heiftarátökum berjast bræður og byltast til jarðar hjálparvana. 4. Enginn má þetta ástand dylja,öfund, hatur og rán á völdin. Lýðræðismál þeir löngum skilja, er lyfta frelsinu, - en vígaöldin samviskulaus í svikum veður. Sókndjarfir falla, - í valinn hníga. Einræðisvald á öllu treður en upp frá saklausum bænir stíga. 5. Hvenær munu þær ógnir endasem yfir gjörvallan heiminn dynja? Hvar munu þeir að lokum lenda sem láta saklausa af kvölum stynja? Þjóðirnar harma, hetjur falla. Hver á að fylla breyðu skörðin? Við heyrum einræðis heróp gjalla. Við heiftarleg átök skelfur jörðin. 6. Verndið þið Ísland, vættir góðar.Verndið þið oss frá öllu grandi. Verndið þið hreysti þeirrar þjóðar sem þjökuð var fyrr á voru landi. Verndið þið syni, verndið dætur, verndið þið trú og þjóðarsiði. Verndið þið allt sem á sér rætur til eflingar hinum sanna friði. |