Kvæði af Þorkeli og Margrétu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af Þorkeli og Margrétu

Fyrsta ljóðlína:Þorkell ríður sig undir ey
bls.167—168
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Þorkell ríður sig undir ey,
far vel fley,
kaupir Margrétu og þenkir mey.-
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
2.
Kaupir hann Margrétu og flytur hana heim,
far vel fley,
lítt var það til náða þeim.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
3.
Þorkell ríður sig kveðandi
far vel fley,
en hans húsfrú syrgjandi.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
4.
Þorkell spurði Margrétu sín:
far vel fley,
„Hvað syrgir þig, sæta mín?
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
5.
Hvort þykir þér leiðin löng
far vel fley,
eða veldur því söðulþröng?“
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
6.
„Það má hvör með annarri vita,
far vel fley,
ei mun hægt í söðli sitja.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
7.
Slái þér tjöldum yfir mig,
far vel fley,
farið á skóg og skemmtið yður.“
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
8.
Þegar að sól á fjöllum rauð
far vel fley,
Margrét þoldi sára nauð.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
9.
Þegar að sól á fjöllum sá
far vel fley,
Margrét fæddi syni þrjá.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
10.
Þorkell spurði sveina sín:
far vel fley,
„Hvörsu má Margrét, kærastan mín?“
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
11.
„Og so vel að hún má
far vel fley,
hún hefur grætt sér syni þrjá.“
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
12.
„Hafi hún hún grætt sér syni þrjá
far vel fley,
alla trúi eg eigi þá.“
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
13.
Þorkell spurði kæru sín:
far vel fley,
„Hvör er faðir að börnum þín?“
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
14.
„Ívar nefni eg ungan svein,
far vel fley,
kom til mín þá eg var mey.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
15.
Ívar nefni eg riddara son,
far vel fley,
oft hann til míns föðurs kom.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
16.
Hann gaf mér það góða gullskinn,
far vel fley,
fyrir það fékk hann viljann sinn.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
17.
Hann gaf mér þá góða gullfest,
far vel fley,
fyrir það fékk hann viljann mest.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
18.
Hann gaf mér það góða gullband,
far vel fley,
slíkt kemur aldrei á vort land.“
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
19.
Þorkell spurði kærustu sín:
far vel fley,
„Hvað viltu gjöra af börnum þín?“
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
20.
„Eg skal grafa þau undir einn stein,
far vel fley,
sjálf mun eg bera mín barnamein.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
21.
Eg skal grafa þau undir harðan klaka,
far vel fley,
sjálf mun eg við mínum syndum taka.“
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
22.
„O nei, o nei, það skal ei,
far vel fley,
vilji minn guð það verði ei.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
23.
Þú skalt gefa þeim góða gullskinn
far vel fley,
en eg besta gangvera minn.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
24.
Þú skalt gefa þeim góða gullfest
far vel fley,
en eg bæði söðul og hest.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
25.
Þú skalt gefa þeim góða gullband
far vel fley,
en eg skjöld og gylltan brand.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.
26.
Þeir skulu vera í voru liði,
far vel fley,
nefnast okkar systrasynir.
-Við Sikiley,
fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey.