Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ásudans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ásudans

Fyrsta ljóðlína:Hann Gunnar á sér dætur tvær
bls.203—208
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Hann Gunnar á sér dætur tvær:
sumarið mun líða
Ása og Signý heita þær.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
2.
Signý manni gefin var,
sumarið mun líða
en Ása gull á höfði bar.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
3.
Herra Pétur frétti það,
sumarið mun líða
Ása ein í lofti var.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
4.
Klappar á dyr með lófa sín:
sumarið mun líða
„Lúk upp, Ása, lát mig inn"
-þá var sleginn dans undir hlíða.
5.
„Ég læt hér öngvan inn um nátt,
sumarið mun líða
ég hef við öngvan stefnur átt.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
6.
Ég læt hér öngvan inn um sinn,
sumarið mun líða
ég hefi öngvum stefnt hér inn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
7.
Fattar hefir hann fingur og smá,
sumarið mun líða
með listum plokkar hann lokur frá.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
8.
Ása kastar kodda blá:
sumarið mun líða
„herra Pétur, hvíldu þar á."
-þá var sleginn dans undir hlíða.
9.
„Lítt var eg þinn herra þá,
sumarið mun líða
þú vildir ei láta lokur í frá."
-þá var sleginn dans undir hlíða.
10.
Pétur kastar kodda blá:
sumarið mun líða
„Smásveinn minn, þú sit þar á."
-þá var sleginn dans undir hlíða.
11.
Pétur sest á sængurstokk,
sumarið mun líða
drógu þeir af honum silkisokk.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
12.
Pétur talar við sveina sín:
sumarið mun líða
„Berið hana Ásu í sæng til mín.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
13.
Lágu þau so langa nátt,
sumarið mun líða
skröfuðu margt, en sungu fátt.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
14.
„Ef þú kannt að eiga
sumarið mun líða
greindu aldrei föðurins nafn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
15.
„Þó þú kunnir að eigna svein
sumarið mun líða
gjörðu aldrei á föðurnum grein."
-þá var sleginn dans undir hlíða.
16.
Eftir þeirra morgunbing
sumarið mun líða
gaf hann Ásu rauðan hring.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
17.
Pétur sté á bryggjusporð:
sumarið mun líða
„Farðu vel, Ása, mundu mín orð."
-þá var sleginn dans undir hlíða.
18.
Sá kom kvittur í Gunnars garð,
sumarið mun líða
Ása ein fyrir sorgum varð.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
19.
Gunnar talar við sveina sín:
sumarið mun líða
„Kallið á Ásu dóttir mín.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
20.
Sveinninn kom fyrir Ásu borð:
sumarið mun líða
„Faðir yðar sendir yður orð.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
21.
Lengi klæddi hún lítinn fót,
sumarið mun líða
treg var hún á föður mót.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
22.
Lengi þvoði hún litla hönd,
sumarið mun líða
treg var hún á föður lönd.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
23.
Lengi kembdi hún fagurt hár,
sumarið mun líða
treg var hún á föður ráð.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
24.
Axlar hún yfir sig safalaskinn,
sumarið mun líða
so gengur hún í höllina inn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
25.
Hægra fæti í höllina sté:
sumarið mun líða
„Sittu heill, faðir, hvað viltu mér?
-þá var sleginn dans undir hlíða.
26.
Gunnar klappar í sæti hjá sér:
sumarið mun líða
„Ása litla, sit hjá mér.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
27.
Því ertu föl og því ertu fá
sumarið mun líða
sem sú brúður með barni stár?“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
28.
„Hvort eg er föl og hvort eg er fá
sumarið mun líða
þér liggur þar lítið á.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
29.
Hann sló henni pústur á kinn:
sumarið mun líða
„Hafðu það fyrir viljann þinn.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
30.
Hann sló hana í annað sinn,
sumarið mun líða
blóðið féll um safalaskinn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
31.
Burtu, burtu, hin vonda, þá
sumarið mun líða
so eg megi þig aldrei sjá.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
32.
Burtu, burtu, vonda þý,
sumarið mun líða
komdu aldrei í minn bý.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
33.
Móðir góð er barni best,
sumarið mun líða
hún gaf henni bæði söðul og hest.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
34.
„Ása skal ekki fara ein,
sumarið mun líða
henni skal fá einn blindan svein.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
35.
Ása hægt í brjósti hló,
sumarið mun líða
spurði sveininn: „Hvört skal nú?“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
36.
Sveinninn svaraði henni bert:
sumarið mun líða
„Þar eru öll ráðin sem þú ert.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
37.
„Við skulum ríða suður á hól,
sumarið mun líða
þar býr fyrir mín systirin góð.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
38.
Riðu þau holt og riðu þau hraun,
sumarið mun líða
fagrar lágu leiðir um.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
39.
Þegar þau komu suður á hól
sumarið mun líða
Signý út í dyrum stóð.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
40.
„Velkomin, Ása systir mín,
sumarið mun líða
gakk í búð og drekk hér vín.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
41.
„Ég vil ei þitt skíra vín,
sumarið mun líða
ljáðu mér leyniloftin þín.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
42.
„Ég ljæ þér ei leyniloftin mín
sumarið mun líða
nema þú gefir mér hringinn þinn.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
43.
„Lítt man eg það ástarband,
sumarið mun líða
kemur hann aldrei þér á hand.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
44.
Burtu, burtu, hin vonda, þá
sumarið mun líða
so eg megi þig aldrei sjá.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
45.
Burtu, brutu, hin vonda þý,
sumarið mun líða
komdu aldrei í minn bý.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
46.
Ása sté á hvítan hest,
sumarið mun líða
allra kvenna reið hún mest.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
47.
Ása hægt í brjósti hló,
sumarið mun líða
spurði sveininn: „Hvört skal nú?“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
48.
Sveinninn svaraði henni bert:
sumarið mun líða
„Þar eru öll ráðin sem þú ert.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
49.
„Við skulum ríða suður á skóg,
sumarið mun líða
þar býr fyrir mín fóstran góð.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
50.
Riðu þau bæði holt og hraun,
sumarið mun líða
fagrar lágu leiðir um.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
51.
Þegar þau komu suður á skóg
sumarið mun líða
Þorbjörn út í dyrum stóð.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
52.
Þorbjörn kallar á Gyðu sín:
sumarið mun líða
„Komin er Ása dóttir þín.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
53.
Gyða kastar saumum sín.
sumarið mun líða
„Velkomin, Ása dóttir mín.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
54.
Velkomin, Ása dóttir mín,
sumarið mun líða
gakk í búð og drekk hér vín.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
55.
„Ég vil ei þitt skíra vín.“
sumarið mun líða
ljáðu mér leyniloftin þín.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
56.
„Gjarnan, það er mér so skylt,
sumarið mun líða
hvar í býinn sem þú vilt.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
57.
Þegar að sól á fjöllum rauð
sumarið mun líða
Ása þoldi sára nauð.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
58.
Þegar að sól á fjöllum skein
sumarið mun líða
Ása fæddi fríðan svein.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
59.
Gyða spurði dóttur sín:
sumarið mun líða
„Hvað skal heita sonurinn þinn?“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
60.
„Gefa skal honum fagurt nafn,
sumarið mun líða
heiti hann Magnús, merkjamann.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
61.
Þá var sveinninn vintra þre
sumarið mun líða
þegar hann sté fyrir móður hné.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
62.
Þá var sveinninn vintra fimm
sumarið mun líða
þegar hann gekk út og inn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
63.
Þá var sveinninn vintra tólf
sumarið mun líða
þegar hann sté á hallargólf.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
64.
Sveinninn úti í ökrum stóð
sumarið mun líða
þá herra Pétur að garði fór.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
65.
„Hvör á þig, hinn ungi sveinn,
sumarið mun líða
þú ert hér úti á ökrum einn?“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
66.
„Ása heitir móðir mín,
sumarið mun líða
dóttir Gunnars undir hlíð.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
67.
„Heiti hún Ása móðir þín
sumarið mun líða
þá er eg sannur faðir þinn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
68.
Tekur hann sveininn undir sín skinn,
sumarið mun líða
so gengur hann í loftin inn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
69.
Kyssti hann Gyðu fyrir sinn munn,
sumarið mun líða
Ása gaf sér færra um.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
70.
Kyssti hann Ásu ástarkoss.
sumarið mun líða
„Því komstu ekki að fagna oss?
-þá var sleginn dans undir hlíða.
71.
Því ertu burt frá föður þín
sumarið mun líða
eða lét Gunnar þig gjalda mín?“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
72.
„Enginn mann það af henni fékk
sumarið mun líða
hvör það átti hún með gekk.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
73.
Pétur talar við sveina sín:
sumarið mun líða
„Kallið á hann Gunnar hann komi til mín.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
74.
Sveinninn kom fyrir Gunnars borð.
sumarið mun líða
„Herra Pétur sendir yður orð.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
75.
Axlar hann yfir sig safalaskinn,
sumarið mun líða
so gengur hann í loftin inn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
76.
Pétur klappar í sæti hjá sér.
sumarið mun líða
„Heyrðu það, Gunnar, sittu hjá mér.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
77.
Því rakstu burtu dóttur þín
sumarið mun líða
eða átti Ása að gjalda mín?“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
78.
Hann sló honum pústur á kinn,
sumarið mun líða
tárin féllu um safalaskinn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
79.
Hann sló hann í annað sinn,
sumarið mun líða
blóðið féll um safalaskinn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
80.
Hann sló hann í þriðja sinn,
sumarið mun líða
blóðið féll um safalaskinn.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
81.
„Ása skal aldrei þurfa þín
sumarið mun líða
þó þú létir hana gjalda mín.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
82.
Nóg á eg gull og nóg á eg fé,
sumarið mun líða
ei þarf hún Ása að þiggja af þér.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
83.
Burtu, burtu, hinn vondi, þá
sumarið mun líða
so eg megi þig aldrei sjá.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
84.
Skríddu í burt, hinn vondi, þá,
sumarið mun líða
komdu ei fyrir mín augun blá.“
-þá var sleginn dans undir hlíða.
85.
Það var þeirra skilnaðarfundur,
sumarið mun líða
Gunnar hékk sem annar hundur.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
86.
Setur hann Ásu sér í hné,
sumarið mun líða
festi frú og gaf henni fé.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
87.
Setur hann Ásu sér á hönd,
sumarið mun líða
festi frú og gaf henni lönd.
-þá var sleginn dans undir hlíða.
88.
Það var bæði gleði og gaman,
sumarið mun líða
herra Pétur og Ása gefin voru saman.
-þá var sleginn dans undir hlíða.