Kvæði af Kristínu og herra Pétri | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af Kristínu og herra Pétri

Fyrsta ljóðlína:Herra Pétur sat í Svíaríki
bls.128–132
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Herra Pétur sat í Svíaríki,
gyrður var hann sverði,
þá kom honum það fyrst í hug
að byrja Jórsalaferðir.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
2.
„Heyrðu það, frú Kristín, á,
hvörsu lengi viltu mín bíða
meðan eg sigli um saltan sjá
að bæta syndir mínar?
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
3.
Bíddu mín um vintur
og bíddu mín um þrjá;
þetta er nú sá stefnudagur
sem eg set upp á.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
4.
Bíddu mín um níu vintur
á mínu frænda láði
en komi eg ekki aftur um það
þá bregð þú þínu ráði.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
5.
„En þó eg bíði um níu vintur
að minna frænda ráði
eg gifti mig öngum lifanda manni
þó kóngurinn sjálfur mín bæði.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
6.
Svo fór hann af landi burt,
en sætan fellir tár.
Ekki fékk hún til hans spurt
og liðu svo nokkur ár.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
7.
Þegar hann hafði burtu verið
fulla vintur þrjár
frúin situr oftast ein
og fellir allmargt tár.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
8.
Þá hann hafði í burtu verið
fulla vintur fimm
frúin situr oftast ein
og fellir tár á kinn.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
9.
Nær liðnir voru níu vintur
frúna tekur að lengja,
þá axlar hún sín safalaskinn
og gengur til sjávarstrandar.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
10.
Kristín ofan að sjónum gár
og lítur til beggja handa
þar inir ríku kaupmenn
komnir voru til landa.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
11.
„Heilir og sælir, kaupmenn,
hvað hafið þér að selja?“
„Skrúða, lín og skarlat,
hvað sem frú vill velja.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
12.
„Eg hirði ei um þann skrúða
eða yðar skarlat rauða,
minn systurson af landi er sigldur,
það aflar mér nauða.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
13.
Hún tók af þeim einn lítinn smásvein
og leiðir hann sér við hand,
þau tala svo margt um Pétur unga
er þau ganga um sand.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
14.
„Ekki vil eg segja þér
svo þér verði að böl.
Herra Pétur situr í Austurríki
og drekkur óminnisöl.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
15.
Sé hann yðar systurson,
herra Pétur ríki,
hann hefur fengið sér festarkvon
og er í Austurríki.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
16.
En ekki vil eg það segja þér,
ef verða má þar af mein.
Herra Pétur situr í Austurríki
og kemur eigi til þín heim.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
17.
„Hafðu þökk fyrir þína skemmtan
og gull af minni hendi
en Pétur skal í Austurríki
ekki drekka lengi.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
18.
Hafðu þökk fyrir þína sögu
og gá til borgar inn,
um allan aldur á meðan eg lifi
skaltu vinur minn.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
19.
Allar þínar þernur strax
setti hún saman í hring,
tók sér svo eitt silfursax
og skar þeirra hár í kring.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
20.
Sórust þær allar síðan þá
saman í fóstbræðralag,
sigldu svo um saltan sjá
sjálfan jóladag.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
21.
Lágu þær í hafinu
fullar vikur þrjár,
langaði frúna Kristínu
herra Pétur að sjá.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
22.
Bundu þær sín akker
við þann hvíta sand,
þar er frúin Kristín,
hún sté þar fyrst á land.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
23.
Skjöldinn leggur hún sér á bak
en sverð til hægri síðu,
svo gengur hún í hæga loft
til herra Péturs með blíðu.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
24.
Það er frúin Kristín,
hún er svo rjóð á kinn
þegar hún kemur heim í loft
fyrir herra Pétur inn.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
25.
Það er hann herra Pétur,
gull ber hann á enni:
„Heill og sæll minn systurson,
eg þig gjörla kenni.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
26.
Hann tók eina mjaðarkrús
og skenkti á fyrir henni:
„Signi guð þau fögru augu,
eg þau gjörla kenni.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
27.
Heyrðu það, frúin Margrét,
vertu ekki reið,
leyf mér með mínum systursyni
þriggja daga leið.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
28.
„Sé þetta þinn systurson
sem þú segir mér
skenktu honum ið skíra vín,
eg ann honum eins og þér.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
29.
Nóga hefur þú sendisveina
þínum systursyni að fylgja.
Eg þori ekki að hætta þér
yfir þá bröttu bylgju.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
30.
Það er herra Pétur,
gull ber hann á geir:
„Far vel, frúin Margrét,
þú sér mig aldrei meir.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
31.
Margrét fram í sjóinn veður
með svo miklu fári,
hún hugði að ná þeim gula lokk
úr herra Péturs hári.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
32.
Það er herra Pétur,
gull ber hann á brandi:
„Far vel, frúin Margrét,
og sprengdu þig ekki á landi.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
33.
Og svo svarar frú Kristín
er hún af bryggju gár:
„Nú ber þú þá sömu sorg
sem eg bar fyrr í ár.“
Grasið grór undir þeim græna hlíða.
34.
Það er hún frúin Kristín,
enginn finnst hennar líki,
hún hefur sótt sinn festarmann
allt úr í Austurríki.
Grasið grór undir þeim græna hlíða.