Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Marteins kviða | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Marteins kviða

Fyrsta ljóðlína:Jungherra Marteinn
bls.123–124
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Jungherra Marteinn
spurði sveina sín:
„Hvörnin skal eg úr ríkjum
lokka Lúsíu mín?“
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.
2.
„Leggðu þig á börur,
láttu sem þú sért deyð,
láttu öngan mannin vita
þér sé lífið með.“
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.
3.
Fimmtudaginn og föstudaginn
sóttina hann fekk,
laugardaginn um nónbil
kvikur á börurnar gekk.
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.
4.
Fréttist það um Danaveldi
og borgina Rem
að jómkæri Marteinn
væri sig líf úr heim
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.
5.
Út gengu þær klausturmeyjar
saman í einum skara
þegar þær sáu Marteins líki
að sínum garði fara.
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.
6.
Úti var messan,
frúrnar gengu sig heim
utan frúin Lúsía,
hún stár sig eftir ein.
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.
7.
Söng hún honum psaltara,
söng hún honum þá þrjá,
lifna tók þá Marteins líki
á börunum þar það lá.
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.
8.
„Heyrðu það, frúin Lúsía,
óttastu ekki mig.
Gangvari stendur á Vífils garð,
þreyir hann eftir þig.
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.
9.
Heyrðu það, frúin Lúsía,
þú óttast ekki stans.
Gangvarinn stendur á Fífils garð
og brynjað hundrað manns.“
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.
10.
Heyra má til hörpunnar
suður undir ey
þegar jómkæri Marteinn
flutti sína festarmey.
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.
11.
Út gengu þær klausturmeyjar
talaði hvör við sig:
„Gæfi það Guð í himnaríki
að englar sæktu og mig.“
Þar þeir vinna sigur allt innan borgar.