Elenar ljóð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Elenar ljóð

Fyrsta ljóðlína:Elen litla kvað so hátt
bls.93–95
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar

I

1.
Elen litla kvað so hátt,
laufið á þann linda,
heyrði nykur í vatni lá.
Allt er óhægra að leysa en að binda.
2.
Elen beiddi föður sinn:
laufið á þann linda,
„Lofaðu mér til vökunnar inn.“
Allt er óhægra að leysa en að binda.
3.
„Þú skalt ei til vökunnar gá,
laufið á þann linda,
þig kann margur dárinn sjá.“
Allt er óhægra að leysa en að binda.
4.
„Fari dárinn sem hann kann,
laufið á þann linda,
eg skal mig til vökunnar fram.“
Allt er óhægra að leysa en að binda.
5.
„Far vel, far vel, dóttir mín,
laufið á þann linda,
slíkt gjörði aldrei móðir þín.“
Allt er óhægra að leysa en að binda.
6.
Elen litla kvað svo hátt,
laufið á þann linda,
það heyrði nykur í vatni lá.
Allt er óhægra að leysa en að binda.
7.
Nykurinn tók sinn gangvara grá,
laufið á þann linda,
setti gylltan söðulinn á.
Allt er óhægra að leysa en að binda.
8.
Hann tók í hennar hægri hönd,
laufið á þann linda,
batt hana við sín söðulbönd.
Allt er óhægra að leysa en að binda.
9.
Riðu þau so með vatni fram,
laufið á þann linda,
Elen beiddi hvíldar hann.
Allt er óhægra að leysa en að binda.
10.
„Eg skal gjarnan hvíla þig
laufið á þann linda,
ef þú lofar að eiga mig.“
Allt er óhægra að leysa en að binda.
11.
„Eg því ekki nenni.“
laufið á þann linda,
So hvarf hann frá henni.
Allt er óhægra að leysa en að binda.
12.
Elen snerist heim í leið,
laufið á þann linda,
hún lofaði guð það varð ei meir.
Allt er óhægra að leysa en að binda.

II

1.
Kristín beiddi föðurinn há:
–––
setjum gullsöðulinn á gangvarann væna,
við skulum ríða í lundinn þann græna.
2.
„Þú skalt ei til gleðinnar gá,
setjum gullsöðulinn á
þar er margan dárann að sjá.“
Hin væna,
við skulum ríða í lundinn þann græna.
3.
„Piltar, sæki þið gangvarann grá,
setjum gullsöðulinn á
þar skal Kristín sitja upp á.“
Hin væna,
við skulum ríða í lundinn þann græna.
4.
Svo var búið um beislaþing,
setjum gullsöðulinn á
sextíu bjöllur allt um kring.
Hin væna,
við skulum ríða í lundinn þann græna.
5.
Kristín reið frá borgarhlið.
setjum gullsöðulinn á
pípur og simfón sungu við.
Hin væna,
við skulum ríða í lundinn þann græna.
6.
Kristín reið frá borgarkrans,
setjum gullsöðulinn á
með henni reið þar sextíu manns.
Hin væna,
við skulum ríða í lundinn þann græna.
7.
Með henni reið það sama sinn
setjum gullsöðulinn á
meyjar tólf og riddarar fimm.
Hin væna,
við skulum ríða í lundinn þann græna.
8.
Kristín reið svo hart og snjallt
setjum gullsöðulinn á
að heyrðist út um landið allt
Hin væna,
við skulum ríða í lundinn þann græna.
9.
Kristín reið svo hart sem má,
setjum gullsöðulinn á
það heyrði nennir í vatni lá.
Hin væna,
við skulum ríða í lundinn þann græna.
10.
Þegar hún nefndi nennir,
setjum gullsöðulinn á
þá hvarf hann frá henni.
Hin væna,
við skulum ríða í lundinn þann græna.