Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ólöfar kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólöfar kvæði

Fyrsta ljóðlína:Kóngur reið með steini fram
bls.191–197
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar

I

Ungan leit ég hofmann í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.

1. Kóngurinn reið með steini fram,
ungan leit ég hofmann,
fann hann fyrir sér lítið barn
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.

2.
Tekur hann sveininn og horfir á:
ungan leit ég hofmann,
„Lítt fylgja þér móður ráð."
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.

3. Tekur hann sveininn undir sín skinn,
ungan leit ég hofmann,
svo gengur hann í skemmuna inn.
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
4.
„Heyrðu það, Ólöf, dóttir mín,
ungan leit ég hofmann,
því ber sveinninn augun þín?"
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
5.
Hvör á þann hinn unga svein
ungan leit ég hofmann,
ég fann hann undir hörðum stein
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
6.
„Undrast þú ekki faðirinn ríkur,
ungan leit ég hofmann,
þó hver sé öðrum maðurinn líkur."
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
7.
„Hver átti þann gangvarann grá,
ungan leit ég hofmann,
er fyrir þínum dyrum stár?"
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
8.
„Það var ekki gangvarinn grár,
ungan leit ég hofmann,
heldur hindur af fjalli stár."
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
9.
„Hver átti þá munna,
ungan leit ég hofmann,
sem kyssti þig við brunna?"
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
10.
Það var ekki sveinar þín
ungan leit ég hofmann,
heldur Kristín þerna mín
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
11.
„Því næst stóðu þernur þín
ungan leit ég hofmann,
gylltan brand á síðu sín?"
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
12.
„Það var ekki gylltur brand,
ungan leit ég hofmann,
heldur jómfrúr lyklaband."
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
13.
Því næst höfðu þernur þín
ungan leit ég hofmann,
gylltan spora á fæti sín
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
14.
Það var ekki spori spenntur
ungan leit ég hofmann,
heldur skör af gulli renndur.
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
15.
Því næst höfðu þernur þín
ungan leit ég hofmann,
kringskorið hár sem sveinar mín
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
16.
Það var ekki skorið hár
ungan leit ég hofmann,
heldur lokkar lágu í hring
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
17.
Því næst höfðu þernur þín
ungan leit ég hofmann,
stutthala klæði sem sveinar mín
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
18.
Döggin dreif hin kalda
ungan leit ég hofmann,
klæðum varð upp að halda.
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
19.
Hver á þann hinn fagra fót
ungan leit ég hofmann,
hangir við mín söðulmót
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
20.
Hver á þá hinu fögru hönd
ungan leit ég hofmann,
hangir við mín söðulbönd
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
21.
Hver á það hið fagra höfuð,
ungan leit ég hofmann,
hangir við minn söðulboga?"
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
22.
„Kenni ég hann vel, og kenni ég hann þá,
ungan leit ég hofmann,
oft á mínum armi lá.
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
23. Guð gæfi það faðir minn,
ungan leit ég hofmann,
að eldur brynni í höllu þín.
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
24.
Þú þar inni værir,
ungan leit ég hofmann,
ég fyrir utan stæði.
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.
25.
Þegar hún hafði talað margt,
ungan leit ég hofmann,
eldur og eisa uppi var.
-í fögrum runni;
skal ég í hljóði dilla þeim mér unni.

II

1.
Kóngurinn spurði dóttur klár:
þegar á ungum aldri,
„Viltu giftast í ár?"
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
2.
„Það veit eg og mínir menn,
þegar á ungum aldri,
aldrei hefi eg hugsað það enn."
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
3.
„Hvör átti þann gangvara grá
þegar á ungum aldri,
sem oft við þína skemmu stár?"
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
4.
„Ekki var það gangvari grá
þegar á ungum aldri,
heldur var það hindin smá."
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
5.
„Hvör átti þann fagra munn
þegar á ungum aldri,
sem kyssti þig við laugarbrunn?"
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
6.
„Ekki voru það sveinar þín
þegar á ungum aldri,
heldur Kristín þernan mín.
7.
„Var það Kristín þernan þín
þegar á ungum aldri,
með kringskorið hár sem riddarar mín?"
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
8.
„Ekki var það skorið í kring
þegar á ungum aldri,
heldur lokkar lágu í hring."
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
9.
„Var það Kristín þernan þín
þegar á ungum aldri,
með búinn brand við síðu sín?
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
10.
„Ekki var það búinn brandur
þegar á ungum aldri,
heldur liljunnar lyklahængur."
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
11.
„Var það Kristín þernan þín
þegar á ungum aldri,
stuttklædd eins og riddarar mín?"
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
12.
„Drífur döggin kalda,
þegar á ungum aldri,
konur klæðum upp halda."
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
13.
„Var það Kristín þernan þín
þegar á ungum aldri,
með spenntan spora á fæti sín?"
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
14.
„Ekki var það sporti spenntur
þegar á ungum aldri,
heldur skór úr gulli renndur."
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
15.
„Hvör á þennan gula lokk
þegar á ungum aldri,
sem hangir við minn söðultopp?"
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
16.
Hvör á þessa fögru hönd
þegar á ungum aldri,
sem hangir við mín söðulbönd?
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
17.
Hvör á þenna fagra fót
þegar á ungum aldri,
sem hangir við mín söðulmót?
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
18.
Hvör á þetta blóðuga höfuð
þegar á ungum aldri,
sem hangir við minn söðulboga?"
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
19.
„Eg kenni hann vel, eg kenni hann víst,
þegar á ungum aldri,
þig vildi eg hafa kjörið til síst.
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
20.
Eg kenni hann vel, eg kenni hann þá,
þegar á ungum aldri,
oft hann á mínum armi lá.
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
21.
Eg vildi það, faðir minn,
þegar á ungum aldri,
eldur brynni í ríki þín.
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
22.
Þú fyrir innan brynnir
þegar á ungum aldri,
með öll þau ráð þú kynnir."
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
23.
„Guð fyrirgefi þér, dóttir mín,
þegar á ungum aldri,
að biðja svo fyrir föður þín."
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
24.
Þegar hálftalað var
þegar á ungum aldri,
eldur brann í hvörjum sal.
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
25.
Þar brann inni kálfur og kið,
þegar á ungum aldri,
kóngur sjálfur og allt hans lið.
-lifi eg enn og leik mér aldrei.
26.
Hún settist í helgan stein,
þegar á ungum aldri,
og gjörði engum manni mein.
-lifi eg enn og leik mér aldrei.

III

1.
Kóngur reið með stein fram,
ungan hitti eg hofmann,
fann fyrir sér lítið barn,
-í fögrum runni,
skal eg í hljóði dilla þeim eg unni.

2.
Tekur hann svein og horfir á:
„Lítt fylgja þér móðurráð".
3.
Tekur hann svein undir sín skinn,
gengur so í höllina inn.
4.
„Hvör mun eiga þann unga svein
sem eg fann undir fögrum stein?
5.
„Hirði eg ekki hvör hann á,
eg gef þar litla vakt upp á."
6.
„Heyr það, Óluf dóttir mín,
því ber sveinninn augun þín?"
7.
„Undrast ei, minn faðirinn ríkur,
þó hver sé maðurinn öðrum líkur."
8.
„Heyr það, Óluf dóttir mín,
því fer mjólk úr brjóstum þín?"
9.
„Það er ei mjólk og það er ei vín
heldur dreyri frá hjarta mín."
10.
Kóngur skipar sveinum þá:
„Kveikið eldinn skóginn á.
11.
Kastið sveini bálið á,
sjálf skal frúin horfa þar á.
12.
Ungan svein með öngan þjóst
hún lagði á sitt hægra brjóst.
13.
„Þú munt verða að segja flest,
hvörjum annt þú manni mest."
14.
„Vilhjálm nefni eg vaskan mann
ungan hitti eg hofmann,
eg ann hönum fyrir alla fram,"
-í fögrum runni,
skal eg í hljóði dilla þeim eg unni.


IV

1.
Logi reið með steinum fram,
ungan hitti eg hofmann,
fann hann fyrir sér lítið barn,
-í fögrum runni,
skal eg í hljóði dilla þeim eg unni.

2.
Tekur hann barn og horfir á:
„Lítt fylgja þér móður ráð."
3.
Tekur hann barn og vefur í dúk,
reikar svo að skemmu út.
4.
Klappar á dyr með lófa sín:
„Ljúktu upp, Ólöf, dóttir mín."
5.
„Eg læt þér ekki lokuna frá,
mér stóð engin þernan hjá."
6.
Mjóar hafði hann fingur og smá,
með listum plokkar hann lokuna frá.
7.
Ólöf kastar kodda blá:
„Minn kæri faðir, sittu þar á."
8.
„Hvur á þennan unga svein
sem eg fann undir hörðum stein?
9.
„Mig gildir eina hvur hann á,
mér er það engin forvitni á."
10.
„Heyrðu, Ólöf dóttir mín,
því fölnar nú kinnin þín?"
11.
„Hún er ei föl og hún er ei fá,
eg hef so lítið sofið í nátt."
12.
„Heyrðu það, Ólöf dóttir mín,
því flóar mjólk úr brjóstum þín?"
13.
„Það er ei mjólk og það er ei vín
heldur dregið frá hjarta mín."
14.
„Heyrðu það, Ólöf dóttir mín,
því ber sveinninn augun þín?"
15.
„Heyrðu það, kæri faðirinn ríkur,
margur er maðurinn öðrum líkur."
16.
Logi kallar á þræla sín:
„Kyndið þið bál á skógi mín.."
17.
Logi kallar á þræla sín:
„Þið skuluð söðla hesta mín."
18.
Ólöf fór á stakkinn blá,
gull með hverjum saumi lá.
19.
Ólöf tók sinn hvíta hest
sú reið allra kvenna mest.
20.
Þegar þau komu á skóginn fram
sá hún þá hvar bálið brann.
21.
„Heyrðu, kæri faðir minn,
því logar bál á skógi þín?
22.
„Heyrðu það, Ólöf dóttir mín,
það er brúðarsængin þín."
23.
Logi tók sitt gullbúið spjót
og hratt henni á bálið út.
24.
Það var áður serkurinn brann:
„Gefið að drekka í herrans nafn."
25.
Móðir reið um torgir,
keypti vín með sorgir.
26.
Þar kom hennar bróðir,
völlurinn flaut í blóði.
27.
Þar komu hennar systur tvær,
beiskan harminn báru þær.
28.
Dúfur komu úr austri tvær,
í miðjum loganum mættust þær.
29.
Dúfur flugu upp í annað sinn
með Ólöfar sál á milli sín.
30.
Ólöf upp til himna sté,
ungan hitti eg hofmann,
en Logi ofan til vítist hné.
-í fögrum runni,
skal eg í hljóði dilla þeim eg unni.