Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Tófu kvæði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tófu kvæði

Fyrsta ljóðlína:Tófa situr inni
bls.233–235
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1.
Tófa situr inni,
–leggjum land undir fót–
ól hún barn við Birni
á Danamót
og dans vill hún heyra.
2.
Ól hún eitt, og ól hún tvö
–leggjum land undir fót–
bæði kenndi hún Birni þau
á Danamót
og dans vill hún heyra.
3.
Lagði hún barn í pelli
–leggjum land undir fót–
gróf hún í græna velli
á Danamót
og dans vill hún heyra.
4.
Þar fló yfir svartur hrafn
–leggjum land undir fót–
greip hann upp það bjarta barn
á Danamót
og dans vill hún heyra.
5.
Hrafninn sest á siglutopp
–leggjum land undir fót–
hann er vanur að koma þar oft
á Danamót
og dans vill hún heyra.

6.
Hrafninn sest á siglutré
–leggjum land undir fót–
barnið datt í greifans hné
á Danamót
og dans vill hún heyra.
7.
Það sé ég á þínum reifum
–leggjum land undir fót–
þinn er faðirinn greifi
á Danamót
og dans vill hún heyra.
8.
Það sé ég á þínum lófum
–leggjum land undir fót–
þín er móðir Tófa
á Danamót
og dans vill hún heyra.
9.
Tekur hann sveininn undir sín skinn
–leggjum land undir fót–
svo gengur hann í skemmuna inn
á Danamót
og dans vill hún heyra.
10.
Heyrðu það Tófa, dóttir mín.
–leggjum land undir fót–
því ber sveinninn augun þín?
á Danamót
og dans vill hún heyra.
11.
Undrastu ekki faðirinn ríkur
–leggjum land undir fót–
þó hvör sé öðrum maðurinn líkur
á Danamót
og dans vill hún heyra.
12.
Hann sló henni pústur á kinn
–leggjum land undir fót–
hafðu það fyrir viljann þinn
á Danamót
og dans vill hún heyra.
13.
Hann sló hana í annað sinn
–leggjum land undir fót–
tárin féllu um safalaskinn
á Danamót
og dans vill hún heyra.
14.
Hann sló hana í þriðja sinn
–leggjum land undir fót–
blóðið féll um safalaskinn
á Danamót
og dans vill hún heyra.