Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
Kvæði af Rögnvaldi og GunnhildiFyrsta ljóðlína:Það var einn so blíðan dag
Höfundur:Höfundur ókunnur
bls.259–262
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sagnadansar
1. Það var einn so blíðan dag,hún Gunnhildur gjafir gaf. Sumum gaf hún malið gull, sumum gaf hún kerin full. –Vel vilda eg við veröldina skilja. 2. Malið gull,sumum gaf hún kerin full. Rögnvaldi rauðan skjöld, hann var ofinn gulli. 3. Rauðan skjöld,hann var ofinn gulli. „Heyrðu það, Gunnhildur væna, þú skalt vera mín kvæna. 4. Væna,þú skalt vera mín kvæna eina nótt eða allar tvær, þó ekki viljir þú lengur en þær." 5. Allar tvær,þó ekki viljir þú lengur en þær." „Hversu má það verða af oss hér á jörðu. 6. Verðaaf oss hér á jörðu, að eg sé þín frillan fríð, Þiðriks kóngsins eigið víf. 7. Frillan fríð,Þiðriks kóngsins eigið víf?" „So skal ég á þig ljúga, að hver mann skal því trúa. 8. Ljúgaað hvör man skal því trúa." „Hirði eg ei, þótt þú ljúgir, svo þín augun fljúgi. 9. Ljúgirso þín augun fljúgi." Rögnvaldur stóð á sandi, þar Þiðrik sigldi að landi. 10. Sandiþar Þiðrik sigldi að landi. „Heyrðu það, Rögnvaldur bróðir minn, hversu má fólk í ríkjum mín? 11. Bróðir minn,hversu má fólk í ríkjum mín?" „Vel má fólk í Spíru, illa má Gunnhildur dýra. 12. Spíru,illa má Gunnhildur dýra. Hún hefir látið lokkað sig, haldið illa trú við þig. 13. Lokka sig,haldið illa trú við þig. Ég með mínum augum sá erkibiskup hjá henni lá. 14. Augum sá,erkibiskup hjá henni lá. Það sá eg í annað sinn hjá henni lágu riddarar fimm. 15. Í annað sinn,hjá henni lágu riddarar fimm." Þiðrik sté á hvítan hest, allra manna reið hann mest. 16. Á hvítan hest,allra manna reið hann mest. Hann kom þá til Spíru, þar Gunnhildur lá í hvílu. 17. Spíruþar Gunnhildur lá í hvílu. Hann tók í hennar gula lokk, dró hana fram á sængurstokk. 18. Gula lokk,dró hana fram á sængurstokk. Hann barði hana daginn og barði hana tvo þriðja fram til miðja. 19. Barði hana tvo,þriðja fram til miðja. Enginn þorði að spyrja Þiðrik kónginn dýra. 20. SpyrjaÞiðrik kónginn dýra utan hans yngstu börnin tvö, Þiðrik föður sinn spurðu þau. 21. Börnin tvö,Þiðrik föður sinn spurðu þau: „Heyrðu það, Þiðrik, faðir minn, hvað hefur hún Gunnhildur gjört til þín? 22. Faðir minn,hvað hefur hún Gunnhildur gjört til þín?" „Hún hefir látið lokka sig, haldið illa trú við mig. 23. Lokka sig,haldið illa trú við mig." „Láttu hana bera járn, láttu hana troða stál. 24. Bera járn,láttu hana troða stál." Níu sinnum bar hún járn, tíu sinnum trað hún stál. 25. Bar hún járn,tíu sinnum trað hún stál. Þegar hún kom í önnur lönd, svo stukku af henni járnbönd. 26. Önnur lönd,svo stukku af henni járnbönd. Rögnvaldur varð að hundi, Gunnhildur varð að sprundi. 27. Hundi,Gunnhildur varð að sprundi. Rögnvaldur ofan til vítis sté, en Gunnhildur upp til himna. 28. Til vítis sté,en Gunnhildur upp til himna. Vendi ég mínu kvæði í kross, sjálfur guð hann veri með oss. –Vel vilda eg við veröldina skilja. |