SöfnÍslenska
Íslenska
Persónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.
Innskráning ritstjóra |
Fúsintesþula
Fyrsta ljóðlína:Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn
bls.279–281
Viðm.ártal:≈ 0
Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn, hann Fúsintes.Svo gengur hann í höllina inn fyrir kónginn Kes.„Sitjið þér heilir, kóngurinn Kes".- „Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
- hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
- „Hverja hefur þú sveina með þér?"
- „Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
- og Meistarafugl,
- kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
- frú vill kaupa fríða".
Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn, hann Fúsintes.Svo gengur hann í höllina inn fyrir Makintes.„Sitið þér heilar, Makintes".„Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".„Hverja hefur þú sveina með þér?"- Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
- og Meistarafugl,
- kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
- frú vill kaupa fríða".
- „Hefur þú sagt mínum manni til,
- honum kónginum Kes?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Segðu þá mínum syni til, honum Langintes".
- „Það skal gjört", segir Fúsintes.
Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn, hann Fúsintes.Svo gengur hann í höllina inn fyrir Langintes.„Sitjið þér heilir, Langintes".- „Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
- hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
- „Hverja hefur þú sveina með þér?"
- „Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
- og Meistarafugl,
- kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
- frú vill kaupa fríða".
- „Hefur þú sagt mínum föður til, honum kónginum Kes?
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Hefur þú sagt minni móður til, henni Makintes?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Segðu þá mínum bróður til, honum Pontintes".
- „Það skal gjört", segir Fúsintes.
Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn, hann Fúsintes.Svo gengur hann í höllina inn fyrir Pontintes.„Sitjið þér heilir, Pontintes".- „Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
- hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
- „Hverja hefur þú sveina með þér?"
- „Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
- og Meistarafugl,
- kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
- frú vill kaupa fríða".
- „Hefur þú sagt mínum föður til, honum kónginum Kes?
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Hefur þú sagt minni móður til, henni Makintes?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Hefur þú sagt mínum bróður, honum Langintes?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Segðu þá minni systur til, henni Rauðunös".
- „Það skal gjört", segir Fúsintes.
Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn, hann Fúsintes.Svo gengur hann í höllina inn fyrir kónginn Kes.„Sitjið þér heilar, Rauðunös".- „Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
- hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
- „Hverja hefur þú sveina með þér?"
- „Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
- og Meistarafugl,
- kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
- frú vill kaupa fríða".
- „Hefur þú sagt mínum föður til, honum kónginum Kes?
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Hefur þú sagt minni móður til, henni Makintes?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Hefur þú sagt mínum bróður, honum Langintes?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Hefur þú sagt mínum bróður til, honum Pontintes?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Segðu þá henni sjálfri til, henni Rakintes".
- „Það skal gjört", segir Fúsintes.
Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn, hann Fúsintes.Svo gengur hann í höllina inn fyrir Rakintes.„Sitjið þér heilar, Rakintes".- „Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
- hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
- „Hverja hefur þú sveina með þér?"
- „Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
- og Meistarafugl,
- kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
- frú vill kaupa fríða".
- „Hefur þú sagt mínum föður til, honum kónginum Kes?
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Hefur þú sagt minni móður til, henni Makintes?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Hefur þú sagt mínum bróður, honum Langintes?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Hefur þú sagt mínum bróður til, honum Pontintes?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Hefur þú sagt minni systur til, henni Rauðunös?"
- „Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
- „Sæktu þá gangvaran gráa og legðu á hann forgylltan söðul".
- Þar settust upp á kóngurinn Kes, Makintes, Langintes, Pontintes,
- Rauðanös, Rakintes og Fúsintes,
- reið allt heim að Skafalagarði,
- Skafala kóngur úti stóð, rauk allt aftur af rassi hests!
|