Renni, renni rekkjan mín | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Renni, renni rekkjan mín

Fyrsta ljóðlína:Renni renni rekkjan mín
bls.7–9
Viðm.ártal:≈ 0
Renni renni rekkjan mín
renni í hugargeima;
um dularfullu djúpin þín
í dag ég ætla að sveima:
Glóa þar æskugullin mín
gleðisólin á þau skín.
Segulmagnið seint þeim dvín
svífur á hugann munarvín;
þegar þau hafa seitt til sín
sorgin á hvergi heima.
— Gott er að mega gleyma.
Átti ég þar minn unaðssjóð
ævintýri og fögur ljóð;
væri ég þyrst og þjáð og móð
þau hafa tendrað lífs míns glóð
og hugarins tíðum hjartablóð
hraðar látið streyma.
Þegar rek ég þeirra slóð
þá sé ég aðra heima,
þar sé ég nýja, fagra töfraheima.
Sé ég Laufey sitja og gráta
sorgbitna úr öllum máta;
hún vill ekki huggast láta,
hrædd að missa kóngssoninn:
Fyrsta ástarfögnuð sinn.
Það er lífsins þunga gáta
þekkt — en ekki ráðin,
af hverju slíta örlög kærleiksþráðinn?
Fædd var hún upp á Feiknaströndum
í fáviskunnar tröllahöndum;
að rata á lífsins vegum vöndum
var henni því ei fært.
Ein má hún reika á eyðisöndum
— þá aðrir dansa á blómalöndum —
og láta við ýmsa allt af höndum
sem er henni dýrt og kært.
Svo hefur lífið suma nært;
það er fullt af undra öndum
sem ekki megum skilja,
við erum látin lúta þeirra vilja.
Lifað hafði hún æsku auma;
ekki var henni kennt að sauma.
Skáru henni skikkju nauma
af skrúða lánsins forlögin;
en hún fékk skylduskattinn sinn
að kafa harmsins köldu strauma.
Klæða dýr var saumurinn
sem kostaði hana kóngssoninn.
Aðeins sinna ástardrauma
alein mátti hún njóta.
Ekki girnast allir það sem þeir hljóta.
hver vill skipta á kotungs jóði
og konungbornu menntafljóði,
þurru brauði og þungum sjóði
— það gerir ekki heimurinn —
hann hugsar meira um haginn sinn.
Laufeyjar var lítill gróði;
hún lærði að elska og sakna
— það er fyrst til þess lífs að vakna.
Renni, renni rekkjan mín,
rökkvar á hugar brautum.
Þegar dagur þessi dvín
þá er að hverfa heim til sín,
— heim til sín að hversdagsstriti og þrautum.