Ólafsvíkurenni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ólafsvíkurenni

Fyrsta ljóðlína:Riðum við fram um flæði
bls.250–251
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Fyrsta ljóð í flokknum Annes og eyjar

1.
Riðum við fram um flæði
flúðar á milli og gráðs,
fyrir Ólafsvíkurenni,
utan við kjálka láðs.
2.
Fjörðurinn bjartur og breiður
blikar á aðra hlið,
tólf vikur fullar að tölu,
tvær álnir hina við.
3.
Hvurt á nú heldur að halda
í hamarinn svarta inn,
ellegar út betur til þín?
Eggert, kunningi minn!