Hornbjarg | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hornbjarg

Fyrsta ljóðlína:Yst á Hornströndum heitir
bls.251
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Annað ljóð í flokknum Annes og eyjar
1.
Yst á Hornströndum heitir
Hornbjarg og Kópatjörn:
Þeir vita það fyrir vestan,
þar verpir hvítur örn.
2.
Um sumarnótt, er sveimar
sól yfir norðurslóð
og þoka sígur um sjóinn,
hann situr rauður sem blóð.
3.
Og örninn lítur ekki
oná hið dimma haf,
og horfir í himinljómann –
hafskipið sökkur í kaf.