Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3139)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (7)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (31)
Grýlukvæði (8)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (52)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (14)
Særingar (1)
Söguljóð (13)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (54)
Ævikvæði (6)
Ævintýrakvæði (3)
KolbrúnFyrsta ljóðlína:Hvert var það fljóða sem eg sá
Höfundur:Gísli (Gíslason) Brynjúlfsson
Heimild:Gísli Brynjúlfsson: Ljóðmæli. bls.5–7
Viðm.ártal:≈ 1875
1. Hvert var það fljóða, sem eg sámér svífa um anganstundu hjá, svo fagurleit og blökk á brá, >sem blys um geiminn víða?
2. Hrafnsvörtum lék í lokkum hárljósan um háls, um dökkar brár tindrandi augu ástaþrár >eldgeisla sendu þíða.
3. Yfir mig brunnu björt og skærbrúnaljósin, er átti mær, og aldrei nokkur önnur fær, >þó enn sé leitað víða.
4. Svo var að líta ljúf og heiðlofnin hin skæra auðarmeið, eins og hún kæmi ljóss af leið >úr Lofða heim’num blíða.
5. Kulnað var að um Ýmis hold,eldurinn falinn djúpt í mold; mér var að líta menjafold, >sem mjöll af himinboga !
6. Öll varst að líta heið og há,hugurinn vermdist, baugagná, þau er eg blysin blíðu sá >af brúna himni loga.
7. Andaði þá um eyru mérilmhlýjum blæ er mætti þér, blíðviðri lék í brjósti sér, >sem blési gola um voga.
8. Og mér í hjarta endur branneldurinn mær – um hyggjurann, ó, þið sem vöktuð aftur hann, >und augna þíðum boga!
9. Ó, augu blökk, er brúna háblikandi skinuð himni á, og kolsvört undir blakkri brá >brunnuð í dimmum loga!
10. Ó, augu dökk, eg yður sá,og aldrei síðan gleyma má – eg nötra eins og nakið strá, >en næturvindar soga!
11. Mörg eru liðin árin ör,eldr er minni, kulnað fjör; en þau, sem særðu seima bör, >svanna augun þíðu –
12. þau eru enn i minni mér,og munu, hvað sem eftir fer, uns móður hnígur málma grér >að moldar skauti víðu.
13. Og er á vori sunnan sólsenda gjörir um bala og hól lifandi geisla, guðs sem ól >gróðrarfoldin blíða –
14. þá lifnar enn hin aldna þrá,aftur mig langar þig að sjá ókunnu vengi víða frá >að vegi mínum líða! |