Máría móðurin skæra | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Máría móðurin skæra

Fyrsta ljóðlína:Máría móðurin skæra
bls.41–52
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Helgikvæði

1.
Máría móðurin skæra
meyja blóm og æra,
feginn skal þér færa
fagurt lof til handa
og virðingu vanda.
Þú ert sú, sú, sú
Þú ert sú, sú, sú
Þú ert sú hin fríða frú
föstnuð heilögum anda.
2.
Nær maður verða vildi
vor Guð hjálparmildi
og fólkið frelsa skyldi
fannstu náð hjá honum
framar öllum konum.
Hann leit á þig, þig, þig
Hann leit á þig, þig, þig
Hann leit á þig en lægði sig
til lausnar manna sonum.
3.
Heiðurinn þinn er hærri
og heiminum þúsund stærri,
skín þín dyggðin skærri
en skinið eldsins glæða.
Þig valdi Guð, Guð, Guð,
Þig valdi Guð, Guð, Guð
Þig valdi Guð yfir lönd og lýð
lausnarann að fæða.
4.
Guð þér sendi síðan
signuð engil blíðan,
Gabríel furðu fríðan,
fréttir þær að boða
sem mannkyn mátti stoða.
Hann kvaddi þig, þig, þig
Hann kvaddi þig, þig, þig
Hann kvaddi þig svo kurteislig
að kvíðir öngum voða.
5.
Sæl þú sadda náða
sjálfur herrann dáða
býr með þér og bráða
blíðu lætur *kenna.
Þú ert blóm, blóm, blóm
Þú ert blóm, blóm, blóm
Þú ert blóm svo blíð og fróm
blessuð meðal kvenna.
6.
Há þig orðin hræddi
sem helgur engill ræddi
en viskan göfug gæddi
að grunda kveðju slíka
og svo náðarríka,
því enginn mann, mann, mann
því enginn mann, mann, mann
því enginn mann um moldar rann
með eyrum heyrði slíka.
7.
Engill ansa náði
aftur og þanninn tjáði:
Hrittu hræðslu gráði
horfin öllum kvíða,
Máría, meyjan fríða.
Þú fannst náð, náð, náð
Þú fannst náð, náð, náð
Þú fannst náð með dýrri dáð
hjá Drottni allra lýða.
8.
Barnið bestra gæða
*blíð munt geta og fæða
Drottins himna hæða
hann skal sonur heita,
það Jesú nafnið neita.
Hann er sá, sá, sá
Hann er sá, sá, sá
Hann er sá sem mönnum má
miskunnsemi veita.
9.
Davíðs hann mun hljóta
hásæti og njóta.
Um eilífð ei skal þrjóta
æru og helgidóma
í hans stjórn með sóma.
Jakobs ætt, ætt, ætt
Jakobs ætt, ætt, ætt
Jakobs ætt hann ræður rétt
og ríkir í æðstum blóma.
10.
Kveðjan sú þig kætti,
kvíða mannkyns bætti
af holdgunarinnar hætti
helg sem *ættir reyna
engil baðst að greina.
Þú varst rós, rós, rós
Þú varst rós, rós, rós
Þú varst rós og liljan ljós
sem leiðst ei flekkun neina.
11.
Æðstur heilagur andi
er yfir þig komandi
og þig áskyggjandi
eðla kraftur hæða.
Engill réð svo ræða:
Son Guðs hér, hér, hér
Son Guðs hér, hér, hér
Son Guðs hér sem sanctus er
signuð muntu fæða.
12.
Elísabeth þér kynni
í elli son gat sinni,
*ófrjóð var þó inni,
er nú á mánuð sétta.
Líklegt þótti ei þetta.
Drottinn einn, einn, einn
Drottinn einn, einn, einn
Drottinn einn, ei annar neinn
allt kann út að rétta.
13.
Göfug gratiosa
gjarnan kvaðstu kjósa
kvað engill gerði glósa
Guðs anda svo fæddist
og þá endurfæddist
í þínum kvið, kvið, kvið
í þínum kvið, kvið, kvið
í þínum kvið með líkn og lið
lausnarinn holdi klæddist.
14.
Eðlis móti máta
María consolata
föðurinn fæddir nata
á fróni stjarnan blíða,
sólina fovens fríða.
Brunnurinn saug, saug, saug
Brunnurinn saug, saug, saug
Brunnurinn saug, sú listug laug
af læknum úðans þýða.
15.
Um Máríu mey skal ræða,
mann og Guð réð fæða
og föður sinn fótum klæða
forung gamlan átti,
skaparann skepnan mátti.
Meta á heim, heim, heim
Meta á heim, heim, heim
Meta á heim en mammis tveim
þó margir um það þrátti.
16.
Á arinu lambið *ljónið
litla stóra soninn
og föður á heimsins fróni
frábær gjörðir næra
og um fold að færa.
Upphaf er, er, er
Upphaf er, er, er
Upphaf er og endir fjer,
eilíf er hans æra.
17.
Sæl regina cæli
saneta mater Eli
favens hic fideli
filiæ regnorum
tuum ornent chorum
minning þín, þín, þín
minning þín, þín, þín
minning þín svo magnast fín
hjá mengi posterorum.
18.
Ó, brunnur hortorum
og besta blómstur florum
María vas es* morum
móðir Jesús sanna,
prýði mæt meyjanna.
Þú ert blíð, blíð, blíð
Þú ert blíð, blíð, blíð
Þú ert blíð og furðu fríð,
fagurt ljós himnanna.
19.
Gaudes gratiosa,
af Guði fructuosa,
dýrmæt Drottins rósa,
deus castitatis,
hortus voluptatis:
Þú ert nú, nú, nú
Þú ert nú, nú, nú
Þú ert nú sú fríða frú
hjá föður majestatis.
20.
Hátt þinn heiður játum
hortus aromatum
dulcis charismatum
dulcorans effectum.
Brunnur skær, skær, skær
Brunnur skær, skær, skær
Brunnur skær sem blessun fær
bestan gaf effectum.
21.
Vist er vöndur Jesse,
vor frú Máría þessi,
blóm hennar oss blessi,
björgin miserorum:
Hosanná, ná, ná
Hosanná, ná, ná
Hosanná þar heyra má
í heimkynni sanctorum.
22.
Sæla þín og sómi,
sólar bjartur ljómi
heimsins allt til enda,
son þinn biðjum senda:
oss heill og frið, frið, frið
oss heill og frið, frið, frið
oss heill og frið með líkn og lið
svo loks megum hjá þér lenda.