Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Eyðibýlið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eyðibýlið

Fyrsta ljóðlína:Við eyðibýlið kyrrðin hríslast hljótt um
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Við eyðibýlið kyrrðin hríslast hljótt um,
hulin gleymsku er fólksins þraut og glíma.
Rúst af gömlum bæ með grónum tóttum
geymir sögu löngu horfins tíma.
2.
Silfurtær í lautu lindin hjalar
og lyngbrekkan sig upp um hlíðar teygir.
Hólar stekkir engi börð og balar,
blómaskrúð og gamlir moldarvegir.
3.
Á lygnu tjarnarbóli svanir synda
við sólarglóð frá bláu himindjúpi
og hamraborgir brattra fjallatinda
baðast skæru árdagsgeisla hjúpi.
4.
Andblær strýkur sinugrónar grundir,
grýtta tröð ég rölti heim að bænum.
Hérna vakir auðnin allar stundir,
aðeins þytinn heyra má í blænum.