Kvölddrykkjan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvölddrykkjan

Fyrsta ljóðlína:Gelur nú gleði / við glasmunna
bls.166–169
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sjá nánar um ljóðið: 

Ritverk Jónasar Hallgrímssonr. IV. bindi. Skýringar og skrár. Reykjavík 1989, bls. 103–104.


Kvölddrykkjan

1.
Gelur nú gleði
við glasmunna,
dunar fjöl
und fæti gljáum,
gengur roka
með rokna blæstri
níðings nösum frá.
2.
Brettar eru brýr,
bendir ofur mjög
kátur kúluvambi.
Rymur rámur háls
af rembilæti.
Það er kaupmanns kunn.
3.
Strax er stafs vant
er af stað færist,
fara hendur í hlaði.
Enni það, er áðan
að ölbollum
laut, er leirugt allt.
4.
Mælir þá munnur,
þótt mál þvæli:
„Veit ég vínkaup
verst í heimi.
Gjalds er vant
við gleði vora.
Skal það bændum
af baki fláð.
5.
Endattu orð þín
né ummæli.
Það er gömul
gróðaregla.
Sú er og önnur,
þótt örðug sé:
Stelattu svo
að stóru nemi.
6.
Sefur samviska,
svæfði eg hana
svo hún aldrei
um aldur vakni.
Sá var ormur
óduglegum
vörusölum
verst um gefinn.“
7.
Baulaði þá,
brá upp grönum,
þjór þverhöfði,
er á þambi stóð,
um fætur hins
að foldu hrotinn:
8.
„Orm þann, orm þann,
óduglegum
vörusölum
verst um gefinn,
samvisku seldi eg
við silfri fyrr.
Henni varð ekki
varið betur.“