Að bón Jóhanns Árnasonar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Að bón Jóhanns Árnasonar

Fyrsta ljóðlína:Hér liggja sofin / und svarðarmeni
bls.13–14
Bragarháttur:Ljóðaháttur
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Jóhann Árnason, sem beðið hefur Jónas að yrkja eftir drengina tvo, er líklega Jóhann Árnason (1806–1840) skólabróðir Jónasar í Bessastaðaskóla. Drengirnir sem Jónas minnist í kvæðinu eru vafalaust Hannes og Pétur, synir Ólafs Hannessonar Finsen sýslumanns sem báðir dóu haustið 1827.
1.
Hér liggja sofin
und svarðarmeni
elskuð æskublóm,
blíðari blundi
að brjósti móður
svaf ei sonarauga.
2.
Hannes og Pétur!
hnignir moldu að
bræður á barnsaldri!
hvar þér nú sannið
– því það sannið þér –
að farsæll er hvur saklaus sofinn?
3.
Vonarstjarna
vandamanna
skundaði að skýbaki,
máa maður
í moldarfjötrum
fram yfir líf líta.