Kvæði af Loga Þórðarsyni | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæði af Loga Þórðarsyni

Fyrsta ljóðlína:Prestsdóttirin út í lönd,
bls.309–310
Viðm.ártal:≈ 0

Kvæði af Loga Þórðarsyn
i

1.
Prestsdóttirin út í lönd,
sú kann gull að spinna,
hún er svo stolt og biðlavönd,
taflbrögð mun enginn af henni vinna.

2.
Einn kallar hún geirumgagl,
annan kallar hún kartnagl.
3.
Þriðja kallar hún herðalút,
fjórða kallar hún krankfót.
4.
Fimmta kallar hún flakinmunn,
það er hann logi hofmann.
5.
Logi fréttir suður um sjó
sprottið ungrar jómfrúr.
6.
Logi talar við sveina sín:
„Farið og söðlið hesta mín.
7.
Söðli þið Bleik og söðli þið Brún,
ég ætla að ríða í prestsins tún.
8.
Söðlið þann besta sem ég á,
ég ætla að fara og frúna sjá.“
9.
Prestsdóttir í dyrum stóð
þegar hann Logi að garði óð.
10.
„Hvar er presturinn faðir þinn?“
„Hann situr í höll og skenkir vín.
11.
Skenkir hann vín á skálar þunn,
hirðir hann lítt um flakinmunnn.“
12.
Hann tók undan kápu sín
fulla krús með mjöður og vín.
13.
Hann gaf henni að kenna
beiskan drykkinn þenna.
14.
Henni varð þá fyrst til svara:
„Hvar skal okkar sængin vera?“
15.
„Upp í lönd eru grösin góð,
við skulum ríða þangað þó.“
16.
Logi reið en hústrú rann,
fyrr kom hún í lundinn fram.
17.
Lagði hann hana í lundinn niður,
heldur var það sveina siður.
18.
Prestur talar við dóttur sín:
„Því er svo stuttur möttull þinn?“
19.
„Fugl flaug yfir haf,
beiskann drykkinn hann mér gaf.“
20.
„Gjörla kenni eg fuglinn þann,
það er hann Logi Hofmann.“
21.
Prestsdóttirin innar í krá
fæddi flakinmunna þrjá.
22.
„Þess bið eg allar þernur mín
að engin spotti biðla sín.
23.
Sú sem spottar ungan svein,
sú kann gull að spinna,
sjálfa sækir háðið heim,
taflbrögð mun enginn af henni vinna.