A 337 - Ætíð sé öllum kristnum kátt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 337 - Ætíð sé öllum kristnum kátt

Fyrsta ljóðlína:Ætíð sé öllum kristnum kátt
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Ætíð sé öllum kristnum kátt
Má syngja sem: Aurora lucis.
Erasm. Alber.

1.
Ætíð sé öllum kristnum kátt,
eingetinn son Guðs birtist brátt.
Sá bróðir vor er að holdisins hátt
Herra Jesús með tign og mátt.
2.
Dómsdagur oss er ekki fjær,
aftur kom til vor, Kriste kær.
Á hvörjum degi þín væntum vær,
værum gjarna sem fyrst þér nær.
3.
Augljóst þekkjum nú Antakrist,
ill hræsni hans, flærð, svik og list
sén er nú öll og sannreynd víst.
Sök þeirri hvörn dag móti brýst.
4.
Frelsari vor nú finna má,
fylld er svo ekki vantar á.
Dvöl sú sem vottar Daníels spá,
Drottinn, kom því og lát þig sjá.
5.
Af Guðs andsvari glaður í von
girntist og beið þín Símeon.
Honum veittist sín hjartans bón,
á höndum bar þig, Maríu son.
6.
Sagði: „Afgeng eg gjarnan nú,
Guð, mér lausnarann sýndir þú.
Friðarför mín er ferðin sú,
fár dauðans reynir aldri trú.“
7.
Eins þreyjum eftir þínum dag
þig einn biðjum af öllum hug.
Afturkomu ei undan drag,
orminum gamla veittu slag,
8.
sem leitar að myrða líf og sál,
lygi ein er allt hans mál.
Láttu hann og hans lasta tál
í loganda díkis falla bál.
9.
Eftir því bíða börnin þín,
brotnar í einu veröldin,
þar með allt ríki djöfuls dvín,
dettur í endalausa pín.
10.
Helgasta nafn þitt hæðir hann,
hrokar sér upp sem orka kann.
Þíns ríkis komu oss ei ann,
auman hvörn gjarna blindar mann.
11.
Hvað þú býður hann bannar títt,
brýst þar í móti heldur strítt.
Hvað hönd þín mild oss hefur býtt,
hrifsar að oss ei verði nýtt.
12.
Vörn Satans mest því veldur hörð,
verður af fæstum iðran gjörð.
Heimskar svo menn og hatar þín orð,
heift vekur, öfund, kíf og morð.
13.
Djöfullinn grandar sæmd og sið,
svelgir alla ef kemur því við.
Önd og líf rænir eign og frið
utan Jesús oss veiti lið.
14.
Veröld ei lengur vara má,
veik, forn nú verður að forgá.
Þolir ei bera þyngsl sér á,
þrotnar og hristist öllum hjá.
15.
Skepnan lengur því ekki ann
yfir sér líða hégómann.
Við villu Tyrkjans, víg og bann
vill því skiljast sem fyrst hún kann.
16.
Páfinn hefur hana ofþreytt
og hegðun góðri allri breytt.
Lúna mest á það langar eitt
lausn oss og sér að verði veitt.
17.
Helga feður og fornar spár
fýsti þess um mörg hundruð ár
augljós yrði þinn heiður hár,
Herra, og engla fjöldi klár.
18.
Til vor án dvalar Drottinn kom,
dýrðar þinnar oss birt þú blóm.
Miskunn veit oss og mildan dóm
með þér að lifum þrenning fróm.