A 324 - Hverninn maður skal búa sig dauðans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 324 - Hverninn maður skal búa sig dauðans

Fyrsta ljóðlína:Við dauða mig ei verja má
Viðm.ártal:≈ 0
Hverninn maður skal búa sig dauðans*
Með það lag: Má eg ólukku ei móti stá.

1.
Við dauða mig ei verja má,
verð eg falla frá,
fús vil eg mig fram gefa.
Á hold og blóð að eyðast svo
ei spillist þó
minn andi mun eftir lifa
allfagur og klár,
eilífur er Guði föður hjá,
frjáls dauða frá
og eilíft líf mun hafa.
2.
Andláti kvíði eg ekki við,
á hvörri tíð
vil eg mig vel við búa.
Og tilreiða sem eg kann best
í trúnni mest
til Guðs sonar mér snúa
því hann er minn.
Þræl þekkir sinn,
hans kvöl og deyð
mér hjálpar úr neyð,
huggar mig þessi trúa.
3.
Guð faðir son sinn sendi mér,
sá dauða hér
leið sökum synda minna.
Að yrði eg frjáls við andar kvöl
og hólpinn vel
það hlaut hans son að vinna.
Er slíkt ei mest
Guðs gjöf og ást,
hans miskunn stór
og mildi var.
Mér vill síns ríkis arfs unna.

* Athuga bragarhátt. Hvernig er skipan í ljóðlínur?