A 315 - Lofgjörðir og þakklætisvísur eftir máltíð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 315 - Lofgjörðir og þakklætisvísur eftir máltíð

Fyrsta ljóðlína:Guð, vor faðir, þér þökkum vér
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Fyrirsögn: Gratias  
sem vísar til þess að næstu sálmar verða þakklætissálar.

Lofgjörðir og þakklætisvísur
eftir máltíð

1.
Guð, vor faðir, þér þökkum vér
fyrir þinn son Krist, vorn Herra.
Mildi þína sem margföld er
með hvörri virðist að næra
allar skepnur sem eru með önd.
Oss hefur satt þín milda hönd.
Lof sé þér dýrð og æra.
2.
Herra, sem mettað hefur nú
hold vort, sem endast hlýtur,
sál vora einninn seðjir þú
sem aldrei deyr né þrýtur.
Orð þitt er hennar afl og megn
þar til þú verður hennar eign,
návistar með þér nýtur.
3.
Himnaföður á hvörri tíð
heiðrum um kristindóminn,
sem oss kvittaði syndir við.
Sú náð af trú er komin
fyrir hans son Jesúm, Herra vorn,
hvör með sér lét oss verða börn.
Ætíð lofum þig. Amen.