A 312 - Almáttugi og mildi Guð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 312 - Almáttugi og mildi Guð

Fyrsta ljóðlína:Almáttugi og mildi Guð
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Framan við sálminn stendur: 

       „Benedicite

Sálmar og lofsöngvar

        fyrir máltíð“


og vísar það til efnis næstu sálma.
Almáttugi og mildi Guð
Má syngja sem: Halt oss, Guð, við þitt.

1.
Almáttugi og mildi Guð,
miskunnar hjálp í allri nauð,
allra augu þig einn á sjá,
atvinnu sína þeim sendir þá.
2.
Þá opnar þú þína hjálparhönd,
huggast skepnur um vötn og lönd.
Allar þær þiggja þína gjöf,
þar fyrir þér ætíð syngja lof.
3.
Herra, vér játum vora synd,
voða og eymd á hvörri stund.
Makligleiki vor enginn er
að þínar gáfur nú þiggjum vér.
4.
Náð veittu þinni veiku hjörð,
vægð sjáðu vorri rangri gjörð.
Þín blessan komi yfir oss nú
að oss verði heilnæm fæða sú.
5.
Að neytum hennar í hófi rétt
með hreinni lund sem til er sett.
Og lofum Guð vorn föður fyrst
fyrir vorn Herra, Jesúm Krist.


Athugagreinar