A 309 - Guðs verk á fjórða degi - Coeli Deus. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 309 - Guðs verk á fjórða degi - Coeli Deus.

Fyrsta ljóðlína:Helgasti Guð sem allt um kring
Viðm.ártal:≈ 0
Guðs verk á fjórða degi
Coeli Deus.

1.
Helgasti Guð sem allt um kring
áður gafst bjartan himnahring,
prýddan eldligum ljóma lést,
ljósi við jókst sem sómir best.
2.
Á fjórða degi heitast hjól
hefur skapað sem nefnist sól,
tungls mynd og hegðun er þá gjörð,
allar stjörnur og þeirra ferð.
3.
Að bjartan dag og dimma nátt
deila skyldi með jöfnum hátt.
Mánaða upphafsmark og tal
með þeim glöggliga vitnað skal.
4.
Helga og ljóma hjörtu vor,
hreinsa andir af synda saur,
frelsa oss glæpa fjötrum úr,
forða við voða, Herra trúr.
5.
Guð faðir og hans sæti son
og sannleiksandinn þessa bón
heyri og veiti af ást og náð,
endalaus hefur ríkis ráð.