A 304 - Ein ný dagsvísa úr dönsku súin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 304 - Ein ný dagsvísa úr dönsku súin

Fyrsta ljóðlína:Dagur í austri öllum
Viðm.ártal:≈ 0
Ein ný dagsvísa úr dönsku súin
Má syngja svo sem: Þér, Drottinn, eg þakkir gjöri.
[Nótur]

1.
Dagur í austri öllum
upprennandi nú skín.
Guð minn, frá glæpaföllum
oss geymi og djöfuls pín
svo líf gjörvallt framgangi
að geði og þinni vild
en illum ei á hangi.
Oss efli náð þín mild.
2.
Þér vil eg, þýði faðir,
þakkir og lofgjörð tjá.
Þú veittir í nótt mér náðir
og nauðum sviptir frá,
hefur á hvörri stundu
hjálp og náð mér auðsýnt.
Meinin djöfulsins mundu
mér elligar hafa týnt.
3.
Framar eg bið með blíðu
þig, blessuð vonin mín,
vernda frá vesöld og stríðu
að venju börnin þín.
Skýl oss undir skugga,
skaparinn, vængja þér,
sem hænan unga huggar,
höfum vér traust á þér.
4.
Hritt burt heift og bræði
og heimsku í dag frá mér
svo í stilling stjórna næði
að starf mitt líki þér
og hjartað heilags anda
háleit verði byggð.
Lát mig stöðugan standa
í stríði og allri hryggð.
5.
Mig heft frá holdsins girndum
svo hjartað ei festist á
heimsins blóma blindum
og blekkist þér í frá.
Þitt réttlæti virðst mér veita
viðhalt í trúnni mér
svo eg öðlist iðran heita
í anda og líkn hjá þér.
6.
Leiðina sýn mér sanna
í sorgardalnum hér.
Döflinum bæg og banna.
Þín blessuð orð gef mér
með allri trú á treysta,
tjá og halda þig
fyrir þann sem þjóð hefur leysta.
Þar til þá styrk þú mig.
7.
Að síst mig svíkja megi
sú Satans vonda flærð
né frá trúnni teygi
með táli manna slægð.
Lát mig þig einn ákalla
í anda og sannleik best
og aldrei frá þér falla
fyrir nokkurn kærleiksbrest.
8.
Að elska æru þína,
embætti að stunda mitt.
Herrum hylli að sýna
sem heldur boðorð þitt.
Gef mér þessa að gæta
og gagnsemd öllum tjá,
voluðum björg að bæta
með blessun það eg má.
9.
Dýrð þín aldrei dvíni,
Drottinn Guð faðir, hjá mér.
Þíns sonar skært lof skíni,
skyldan það krefur og ber.
Hér með helgum anda
háleit tign sé veitt.
Mig firr þú fári og vanda
og friða um síðir greitt.
10.
Gef að ei kólni kristnum
kærleiksins hitinn hreinn
að vér í trúnni ei visnum.
Vernda þú hvörn og einn
svo í guðspjalls ljósi gætum
þér Guði þakkir téð
og í sonar þíns faðmi sætum
síðan að hvílast með.