A 296 - Sami hymn. með öðrum hætti og með þeim öðrum dagtíða hymnum. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 296 - Sami hymn. með öðrum hætti og með þeim öðrum dagtíða hymnum.

Fyrsta ljóðlína:Ljósan daginn nú líta má
Viðm.ártal:≈ 0

Sami hymn. með öðrum hætti og með þeim öðrum dagtíða hymnum*


1.
Ljósan daginn nú líta má.
Lifanda Guð því köllum á.
Í voru starfi virðist sá
voða öllum oss frelsa frá.
2.
Stýri tungu á helgan hátt
að heiftarkíf ei spilli sátt,
gæti sjónar og gefi mátt
glysi heimsins að hafni þrátt.
3.
Hrein verði jafnan hjartans rót,
hverfi ómennska leið og ljót,
fylli og sæld að falla í mót,
á forsi holds mun vinna bót.
4.
Að þá dagurinn hættir hér
og hefst nóttin, sem eftir fer,
sönnum Guði lof syngjum vér
siðaðir vel sem skyldugt er.


* þ.e. sami sálmur og sá næsti á undan,
Iam lucis orto sidere