A 294 - Eg heiðra þig, Herrann góði eftir orginalnum lagfærður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 294 - Eg heiðra þig, Herrann góði eftir orginalnum lagfærður

Fyrsta ljóðlína:Þér, Drottinn, eg þakkir gjöri
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 0
Eg heiðra þig, Herrann góði
eftir orginalnum lagfærður

1.
Þér, Drottinn, eg þakkir gjöri,
þú hefur mín vel gætt
við ógn og öllu fári
um þessa liðna nátt.
Eg lá með myrkri fanginn,
mikil var neyðin sú.
Nú er eg þar útgenginn,
Guð minn, það veittir þú.
2.
Minn Guð og hjálparherra,
af hjarta þakka eg þér.
Þitt vald er öllu stærra,
í dag vernd veittu mér.
Eg treysti orðum þínum
af því um hjálp eg bið.
Varnaðu vilja mínum,
vísa mér á þinn sið.
3.
Að eg aldregi víki
af þínum sannleiksveg
og Satan mig ei svíki
svo villast mætti eg.
Hlífð þín og náð mér haldi,
Herra, þess beiði eg þig,
við vélum hans og valdi
sem vilja blekkja mig.
4.
Á Jesúm, son þinn sæta,
send mér þá réttu trú.
Lát mig minn lifnað bæta,
löstu við skiljast nú.
Öll fyrirheit þín endir
svo ekkert bregðast kann.
Son þinn bar mínar syndir,
sál mína leysti hann.
5.
Eg bið þig von mér veita,
sem verði aldrei þreytt,
og hjartans elsku heita,
hatur kunnandi ei neitt,
óvinum gott að gjöri,
girnd mín ei verði fylld.
Ást veiti eins og mér kjöri
allt eftir þinni vild.
6.
Lát mig þinn lærdóm játa
ljóst fyrir illum heim.
Þinn þjón jafnan hér heita,
hræðast ei vald né heim.
Við þína kenning klára
kunni ei mig skilja neinn.
Með kristinna manna skara
mér veit að verða einn.
7.
Eg skal daginn svo enda
ætíð þér syngja lof.
Forða mér frá þér venda,
framför mér mikla gef.
Önd, heiður, eign og lífið
og ávöxt vernda vel.
Allt hvað hefur mér gefið
í hendur eg þínar fel.
8.
Lof þér, Guðs son, eg segi,
sæta mér ást og náð
hefur á þessum degi
af þinni miskunn náð.
Þitt nafn vil eg vegsama,
vernd þín er traust og góð.
Mig seður með líkama,
minn drykkur er þitt blóð.
9.
Lof, dýrð og hæsti heiður,
Herra, þér aldrei dvín.
Hvör stenst ef ertu reiður?
Oss hlífi blessan þín.
Svo hvör í friði sofi
sért þú oss, Drottinn, hjá.
Helg trúarvopn oss hlífi
heift djöfuls allri frá.
Amen.