A 286 - Hymn. Deus creator omnium | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 286 - Hymn. Deus creator omnium

Fyrsta ljóðlína:Einn Guð skapari allra sá
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Hymn. Deus creator omnium
Má syngja sem: Drottinn á þér er öll vor von.

1.
Einn Guð skapari allra sá
alls himins ráð og jarðar á.
Daginn skrýðandi með dýrsta ljós,
dimm nótt að skyldi svæfa oss.
2.
Aflýjast mætti lífið þreytt,
lengur ei sé til vinnu neytt.
Hugraun linni og gleðji geð,
grátur og harmur hverfi með.
3.
Umliðnum degi allir vér
af hjarta syngandi þökkum þér.
Byrjandi nótt þig biðjum nú,
bjarga oss sem þér heitum trú.
4.
Þig heiðri hjartans þelið allt,
þig lofi rödd og málið snjallt.
Þig ást vor jafnan elski einn,
þig ákalli vor andinn hreinn.
5.
Djúpt þó niðri hin dökka nátt,
dagljósið frá oss byrgi brátt.
Sortni aldri hin sæla* trú,
satt ljóst lýð kristnum ljómi nú.
6.
Sál verði ei af svefni móð,
sofi frá löstum kristin þjóð
að trúan hreinlífan haldi sið,
hófsemdar æ mun þurfa við.
7.
Sofenda brjósti bygg þú í
að blekking holds ei grandi því
né óvinarins illa vild,
aðsókn framkomi og hindri hvíld.
8.
Krist og föður vér köllum á,
Krists og föðurs þar andann hjá.
Eining heilög og þrenning, þú,
þínum lýð kristnum líkna nú.

* 5.3 Leiðr. eftir 1619, "sæta" stendur í 1589.