A 285 - Sami sálmur með öðrum hætti Eramus Alberus | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 285 - Sami sálmur með öðrum hætti Eramus Alberus

Fyrsta ljóðlína:Kriste, þú klári dagur ert
Viðm.ártal:≈ 0
Sami sálmur með öðrum hætti
Eramus Alberus
[Nótur]

1.
Kriste, þú klári dagur ert,
kann fyrir þér hyljast ekkert.
Af föður komstu lifanda ljós
og ljóssins kenning færðir oss.
2.
Ó, Guð vor faðir, geym oss þrátt
við grimmum óvin um þessa nátt.
Oss láttu hvíldir í þér fá.
Andskotans vélum leys oss frá.
3.
En þó sofi vor augun hér
ávallt vort hjartað vaki í þér.
Halt yfir oss þinni hægri hönd
svo hröpum vér ei í skömm og synd.
4.
Jesú, þig biðjum allir vér
að djöfuls svik ei grandi oss hér,
sem situr um vorri sálu að ná,
svipt oss hans illu valdi frá.
5.
Vér erum, Kriste, þín erfðin góð,
útvegað er fyrir þitt blessað blóð.
Eilíft Guðs ráð því oss þig gaf
að skyldum syndum leysast af.
6.
Englum heilögum umbjóð það
eign þinni, Guð, að þeir gæti að.
Vaki yfir oss verndin sú
verða mun oss þá hvíldin trú.
7.
Í nafni Jesú nú sofnum vér,
nærri sé oss þinn engill hér.
Heilagri þrenning, sem hlífð oss gaf,
hvör maður jafnan syngi lof.