A 284 - Christe qui lux. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 284 - Christe qui lux.

Fyrsta ljóðlína:Dagur og ljós þú Drottinn ert,
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Framan við sálminn stendur:
 „Fimmti partir þessarar sálmabókar hefur að halda lofsöngva, bænir og þakkargjörðir á kvöld og morgna svo og fyrir máltíð og eftir.“

Christe qui lux


1.
Dagur og ljós þú Drottinn ert,
dimmt og hulið allt er þér bert.
Þú, Guðs föðurs ljómandi ljós,
ljósan sannleika kennir oss.
2.
Þig biðjum, Herra heilagi,
hlíf oss á nóttu þessari.
Láttu oss hafa hvíld í þér,
hæga nótt einninn þiggjum vér.
3.
Svefnórar falli oss ei á.
Andskotans vélum leys oss frá,
að sveit hans ei samþykki hold
svo af þér komi á oss gjöld.
4.
Þó augun taki svefn til sín
samt lát vor hjörtu vaka til þín.
Almáttug hönd þín þyrmi nú
þjónum sem elska þig með trú.
5.
Sjá oss, Jesú, vor heill og hlíf,
heft þá sem svíkja önd og líf.
Kom nú til hjálpar kristinni þjóð
sem kvittaði þitt blessað blóð.
6.
Mildasti Jesú, minnstu vor,
mörg er neyð holdsins þung og stór.
Þú ert alleina andar vörn,
ætíð varðveit þú oss þín börn.
7.
Guði föður sé sungin dýrð,
syni hans Jesú þakkargjörð
og helgum anda sem huggar einn.
Á heiðri þeim sé ei endi neinn.